KVENNABLAÐIÐ

ALDREI deila þessum upplýsingum á samfélagsmiðlum!

Auðkennisþjófar kunna sitt fag: Samfélagsmiðlar og aðrar upplýsingar sem þú veitir öðrum gera auðkennisþjófum léttara fyrir að stela upplýsingum.

Auglýsing

Margir notendur samfélagsmiðla, t.d. táningar hafa ekki hugmynd um hvaða upplýsingar þeir eru að gefa öðrum – frá launaseðlum til hvar þeir eru staðsettir/búsettir.

92% táninga gefa upp rétt nafn á samfélagsmiðlum, 82% gefa upp hvar þeir eru fæddir og 71% gefa upp hvar þeir búa.

Ef þú gefur upp þessar upplýsingar eiga auðkennisþjófar auðveldara með að staðsetja þig.

Auglýsing

Bílprófið

Sumir notendru vilja endilega setja inn mynd af fyrsta ökuskírteininu sínu. Ber þó að varast að númer á persónuskilríkjum, ásamt fæðingardegi og kennitölu kunna að freista þjófa.

„Location“

Ef þú gefur upp hvar þú ert – nákvæmlega – munu misyndismenn – og konur – geta notfært sér þær upplýsingar. Hægt er að slökkva á slíkum þjónustum í stillingum símans.Ekki vilt þú að þjófar komist inn á heimili þitt né hafi upplýsingar um hvar þú ert í útlöndum og hvað þú verðir lengi!

Bankaupplýsingar

Allar slíkar upplýsingar ættu að vera í þínum höndum og ekki gefa þær upp opinberlega. Það er ekki góð hugmynd að birta mynd af fyrsta launaseðlinum eða gefa upp bankaupplýsingar á Netinu. Bara ALDREI!

Árið 2014 fundu yfirvöld stóran hring fjárglæpamanna sem stunduðu þessa iðju – að finna bankaupplýsingar á Netinu (aðallega Instagram) og voru þær myndir merktar með kassamerkinu #myfirstpaycheck

 

Verum varkár í því hverju við deilum á samfélagsmiðlum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!