KVENNABLAÐIÐ

Kokkálaður eiginmaður selur allar eigur konu sinnar á eBay án hennar vitundar

Reiði eiginmanns hefur ratað í fréttir um víða veröld þar sem kona hans hélt framhjá honum og stakk af. Maðurinn sem ekki vill láta nafns síns getið lét allar eigur hennar á sölu á eBay og auglýsti þær sem „eigur svikullar konu“ sem stakk af með manni sem lítur út eins og „Beppe from Eastenders.“

Beppe úr bresku sápunni Eastenders
Beppe úr bresku sápunni Eastenders

Setti maðurinn sem kallar sig Calibristeve á eBay setti saman stóran lista af fötum, skóm og svörtum sportbíl af tegundinni Smart Roadster. Sagðist hann ætla að nota ágóðann til að „leigja sér vændiskonur til að stunda kynlíf með á (fyrrverandi) heimili þeirra hjóna og einnig til að kaupa sér nægilega mikið af vískí til að drekka sig í hel.“

ebay3

Auglýsingin hefur nú verið tekin niður af augljósum ástæðum en uppboð á bílnum hafði náð meira en 1,400 pundum. Vissulega hljómar þetta eins og eitthvert lélegt grín en fjölmiðilinn DailyMail segist hafa haft uppi á manninum og að hann hafi staðfest réttmæti hennar. „Þetta var mjög góð leið fyrir mig til að „blása aðeins út“ og hreinsa þetta út úr hausnum á mér. Ég hef fengið afar jákvæð viðbrögð frá fólki og stuðning. Einn jafnvel bauðst til að senda mér viskí í pósti.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!