KVENNABLAÐIÐ

Ókrýnd stoltasta amma í heimi: Límir andlit barnabarnanna á ALLT

Ömmur eru yndislegar! Þessi amma tekur þó aðdáun sína á barnabörnunum skrefinu lengra þar sem hún límir andlit barnabarnanna á allt sem hún finnur í stofunni…húsgögn, fatnað, púða – nefndu það bara!

amm fors

Carmen Baugh er 66 ára amma á eftirlaunum. Hún elskar barnabörnin svo afar heitt að hún hefur skreytt stofuna sína með myndum af þeim út um allt, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Auglýsing

amm3

Fékk Carmen hugmyndina að skreyta húsið sitt með þeim sem hún elskar mest þegar hún flutti. Hún leitaði að hentugu veggfóðri en fann ekkert. Datt henni þá í hug að hanna sitt eigið. „Ömmustrákurinn minn og ömmustelpan eru mitt stolt og gleði. Af hverju ekki að skreyta heimilið með andlitunum þeirra?“ spurði hún sig sjálfa.

Auglýsing

Í stað þess að nota bara myndir í römmum ákvað hún að fara alla leið – hún notaði 30 myndir af þeim sem hún notaði svo á gardínurnar sínar, púðana, veggfóðrið og allt sem henni datt í hug.

amm2

Eiginmaður Carmen, Bob, er sama um þessar óvenjulegu skreytingar á heimili hennar: „Hann elskar barnabörnin okkar og finnst þetta bara skemmtilegt. Þetta er þó bara í stofunni þannig ef hann er ofurliði borinn betur hann bara farið og slakað á í öðru herbergi! Vinum mínum og nágrönnum finnst ég hugrökk. Þetta er kannski bara pínu „öðruvísi.“ Fólk (og börnin mín meðtalin) héldu ég væri orðin eitthvað klikkuð. En svo komu barnabörnin inn í stofuna og sögðu: „Hey, mamma, þarna er ég!“ Þau voru svo spennt. Eldri systir mín spurði hvenær ég ætlaði að taka þetta niður og trúði mér ekki þegar ég sagði að ég ætlaði svo sannarlega ekki að gera það.“

amm1

Hvað sem fólki finnst lætur Carmen það ekki hafa áhrif á sig. Hún er ofboðslega glöð með herbergið sitt og ætlar að hafa það svona: „Ég er stoltasta amma í heimi. Ég kalla stofuna mína stofu stolts og gleði.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!