KVENNABLAÐIÐ

Sjáðu hvernig þessir foreldrar kynntu óvænta ættleiðingu fyrir fjölskyldunni!

Yndislegt! Par nokkurt sem glímt hefur við fósturlát, óútskýrða ófrjósemi og vonbrigði þegar þeim tókst ekki að ættleiða var loks kleift að ættleiða yndislegt stúlkubarn.

Lacey og Banks Farris ákváðu að kynna litlu stúlkuna, Finley, með myndbandið sem hefur skotist með eldingarhraða um Netið. Enda er þetta myndband fáránlega sætt!

„Biðin var erfiðust,“ segir Lacey í viðtali við BabyCenter.com. „Enginn veit hvernig þér á eftir að líða nema þeim sem hafa gengið í gegnum það sama. Öll tárin, bænirnar og þegar þú að lokum færð það sem þig dreymir um er svo þess virði! Að bíða í myrkrinu er hrikalega erfitt.“

Fengu hjónin staðfestingu þess efnis að barnshafandi kona myndi gefa barnið til ættleiðingar um leið og það fæddist. Voru hjónin því til staðar allt ferlið og voru m.a. viðstödd fæðinguna.

Fjölskyldan stendur 100% að baki þeim og þið verðið hreinlega að sjá þetta myndband!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!