KVENNABLAÐIÐ

26 ára ófrísk móðir á leið á fæðingardeildina deyr í bílslysi: Barninu var bjargað

Hræðilegur harmleikur: Sarah Idler var á leið á spítalann með unnasta sínum og tilvonandi barnsföður Matt. Hún var með hríðir og hafði hlakkað afar mikið til að eignast sitt fyrsta barn.

Á hraðbrautinni á leiðinni keyrði stór vörubíll á annan bíl fyrir framan þau sem orsakaði bílveltu hjá parinu. Sarah dó samstundis en var hnoðuð af bjargvættum sem og sjúkrahússtarfsfólki til að koma henni á spítalann og bjarga barninu.

Samkvæmt GoFundMe síðu sem systir Söru bjó til var Sarah afar spennt að eignast barnið, en hún var komin 39 vikur á leið.

Mynd af Söruh ásamt sónarmynd
Mynd af Söruh ásamt sónarmynd

Dóttir parsins, Maddyson, er nú í öndunarvél en tvísýnt er um ástand hennar. Hún fæddist 1,8 kg eða um 7 merkur.

Flogið var með föðurinn á spítalann þar sem Sarah og Maddyson fóru, Cape Girardeau, Missouriríki í Bandaríkjunum en hann slasaðist alvarlega, samkvæmt fjölmiðlum.

Sarah og Matt höfðu slitið samvistum en voru aftur tekin saman til að undirbúa fæðingu Maddyson. „Hún átti allt lífið fyrir sér,” sagði móðir hennar, Patricia Knight. „Og nú þarf dóttir hennar að alast upp án móður. Það hefur ekki hvarflað að mér í eina sekúndu að barnið muni deyja. Dóttir mín gaf líf sitt til að þetta barn myndi lifa.”

 

Heimild: Cosmopolitan

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!