KVENNABLAÐIÐ

Eins og hann kemur fram við móður sína…mun hann koma eins fram við þig

Ég var einu sinni að hitta mann sem var dónalegur við mömmu sína. Þegar ég ég hætti með honum ræddi ég við mömmu mína og við hvísluðum hvor að annarri sem við vissum að væri satt: „Ef hann kemur svona fram við mömmu sína…hvernig mun hann þá koma fram við aðrar konur?”

Svarið er auðvitað: Skelfilega.

Svo þegar ég fór á stefnumót nr. 2 við núverandi eiginmann sagði ég við hann…hreint út (hálfpartinn vegna þess að ég vildi verja mig, hálfpartinn vegna hræðslu) – „Ég hef alltaf sagt…ef þú vilt vita hvort gaurinn sem þú ert að hitta sé „öruggur” þarftu að sjá hvernig hann kemur fram við mömmu sína.”

„Í alvöru?” sagði tilvonandi eiginmaðurinn tilvonandi (Pétur).

Hann gaf ekkert út á það. Ég fór að velta fyrir mér hvort ég hefði farið inn á viðkvæmt svæði sem snerti samband hans við móður hans. Svo ég lét það eiga sig.

En ég vissi þá og ég veit það núna: Maður sem ekki virðir móður sína á að forðast í lengstu lög.

Örfáum mánuðum eftir að við fórum að hittast af alvöru kom Pétur með hugmynd sem skaut mér skelk í bringu: „Ég þarf að fara til Akureyrar að vinna og ég var að hugsa hvort þú vildir koma með og hitta fjölskyldu mína í leiðinni?” Ég var bæði heilluð…og líka skíthrædd.

Hann varaði mig svo við áður en við fórum af stað: „Mamma mín er ekki á góðum stað akkúrat núna.”

„Það er allt í lagi,” sagði ég óörugg. „Í alvöru, það er bara heiður að hitta hana.”

Við leigðum bíl og fórum á hjúkrunarheimilið þar sem hún bjó. Pétur sagði mér hvað væri í gangi með móður hans. Heilsu hennar hafði hrakað heilmikið og hún var á síðustu stigum Alzheimers.

Þegar við gengum inn í herbergið hennar sem var skreytt með barnalegum teikningum sem hjúkrunarkonurnar höfðu hengt upp sáum við mömmu hans. Andlit hennar varð eitt stórt bros.

„Pétur,” sagði hún með mikilli gleði. Mamma hans sat á fullt af púðum og leit út fyrir að vera svo pínulítil. Hún faðmaði hann en var greinilega veikburða. Brosið fór þó ekki af andliti hennar.

„Ég hef saknað þín, mamma,” sagði hann og faðmaði hana að sér. Ég gersamlega missti mig….ég átti erfitt með mig. Að sjá hann svo viðkvæman og… Vá, ég sá hvernig hjartalag maðurinn hafði. Pétur elskaði ekki bara mömmu sína heldur gerði hann allt til að láta henni líða vel…að hún væri elskuð, hann heyrði það sem hún sagði og vildi gera allt til að hún væri ánægð.

 

Við fórum svo út til að ná í hádegismat. Pétur vildi að við myndum ná í uppáhaldismatinn hennar og kaupa blómvönd. Ég fann að ég hélt öðruvísi í hönd hans en áður – ég fann fyrir nýju öryggi.

 

„Vá,” sagði ég við Pétur. „Mamma þín hreinlega ljómaði þegar þú tókst utan um hana! Hún er greinilega með Alzheimer en það var ótrúlegt að sjá sambandið milli ykkar – þetta var virkilega fallegt.”

„Já,” sagði hann. „Það er samt mjög erfitt fyrir mig að sjá hana svona.”

Mér brá dálítið. Ég ákvað að minnast ekki aftur á þetta heldur tala bara við hann ef hann vildi tala.

Seinna þetta sama sumar fékk Pétur hringingu. Hjúkrunarheimilið taldi að nú væru síðustu dagar móður hans upprunnir. Hann bókaði flugfar í hvelli. Það var erfitt að sjá á eftir honum og við rifumst um einhverja smávægilega hluti sem engu máli skiptu. Ég var mjög pirruð. Hann sendi mér sms: „Ég get ekki talað núna. Ég þarf að horfa á móður mína deyja.“

Þetta stakk. Mjög. En mér fannst ég eiga það skilið fyrir að hafa rifist við manninn minn á hræðilega erfiðu augnabliki. „Fyrirgefðu mér. Ég elska þig,” sendi ég honum og var þjökuð af samviskubiti.

Næstu klukkutímar voru skelfilegir. Ég grét, hugleiddi og vonaði að síðustu klukkutímarnir sem móðir hans lifði væru friðsælir. Ég var reið út í sjálfa mig fyrir að vera ekki þarna hjá honum.

Nokkrum klukkutímum síðar komu skilaboð frá honum: „Hún er farin.”

Svo hringdi hann. Röddin hans var ótrúlega ólík því sem ég hafði vanist. Hann hafði verið við hlið hennar þegar hún dó. „Er allt í lagi með þig?” grét ég í símann. „Ég elska þig, fyrirgefðu mér, ég elska þig.”

Pétur sagði: „Hún var svo friðsæl. Ég er ótrúlega þakklátur að hafa verið hérna á þessari stundu. Ég elska þig, ég sakna þín.”

Og þarna sá ég manninn minn í raun og veru. Hann var kærleikurinn uppmálaður og ég er heppnasta kona í heimi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!