KVENNABLAÐIÐ

Indversk hjón á áttræðisaldri eignast sitt fyrsta barn

Indversk kona og eiginmaður hennar fagna nú fæðingu síns fyrsta barns, en heilbrigður sonur fæddist fyrir tveimur mánuðum. Þau hafa verið gift í 46 ár.

Fékk konan, Daljinder Kaur, gjafaegg og varð þannig þunguð með aðstoð klíniks í Haryana í Indlandi.

Þrátt fyrir að vera óumdeilanlega ein elsta móðir í heimi er ekki á hreinu hversu gömul hún er í raun og veru. Hún hefur aldrei vitað fæðingardaginn en segist vera í krinum sjötugt.

Anurag Bishnoi, hjá stofnuninni National Fertility and Test Tube Baby centre n segir í viðtali við Hisar, segir í viðtali við The Guardian að hún gæti verið 72 ára: „Hún segist vera 5-7 árum yngri en eiginmaður hennar og hann er fæddur 12.04.1937.

 

Hjónin segjast hafa verið næstum búin að gefa upp alla von um að eignast barn. Var hæðst að þeim í þorpinu þar sem þau búa, þar sem talið er að ófrjósemi sé bölvun frá guði.

 

„Guð bænheyrði okkur. Líf mitt er fullkomnað núna,” segir Daljinder. „Ég hugsa um son okkar alveg sjálf. Ég er full af orku. Maðurinn minn hjálpar mér eins og hann getur.”

Drengurinn sem var 2 kíló þegar hann fæddist og hefur hann fengið nafnið Arman.

Þegar hjónin sáu auglýsingu frá tæknifrjóvgunarstofunni ákváðu þau að gefa tæknifrjóvgun tækifæri. Bishnoi segir hjónin hafa gengið í gegn um allskonar erfiðleika við að eignast barn. Þau höfðu ættleitt dreng á níunda áratugnum en hann fór í nám til Bandaríkjanna og sneri aldrei aftur.

 

„Þau hafa líka glímt við erfiðleika í fjölskyldum sínum. Ef manneskja er ófrjó fær hún ekki að erfa eða fá gefins land frá föður sínum,” segir Bishnoi. Hjónin kærðu föður eiginmannsins og unnu þau málaferli að lokum sem gerði þeim kleift að fara í tæknifrjóvgun, sem kostar afar mikið.

Aðspurður um hvernig hjónin eiga eftir að standa sig í foreldrahlutverkinu segir Bishnoi: „Þau eiga góða að sem hjálpa þeim með barnið.”

Daljinder segir að aldurinn skipti þau engu máli: „Fólk segir við okkur – hvað mun verða um barnið þegar við deyjum? Ég hef fulla trú á guði – að hann viti hvað hann er að gera. Ég treysti honum fullkomlega.”

 

Heimild: The Guardian

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!