KVENNABLAÐIÐ

Fór í tæknifrjóvgun með gjafasæði deginum eftir að hún varð 18 ára

Ung móðir hefur þakkað sæðisgjafa sínum fyrir draumabarnið eftir að hún undirgekkst tæknifrjóvgun deginum eftir að hún varð 18 ára gömul.

Samara Davies er nú 19 ára og tók þá ákvörðun að verða einstæð móðir eftir að hafa verið greind með legslímuflakk (endómetríósu) sem getur vandið vandkvæðum að verða þunguð.

Auglýsing

sí

Henni var ráðlagt af læknum að fara í legnám eftir að hún varð rúmliggjandi af verkjum og krömpum.

singl2

Samara sem er móttökustjóri í hlutastarfi, var mjög örvæntingarfull að verða móðir en fjölskylda hennar sló saman í tæknifrjóvgun og lét hana hafa sem samsvarar um 800.000 ISK.

Eftir aðeins eitt skipti varð hún himinlifandi því þar kom í ljós að hún var gengin tvær vikur á leið með dóttur sína Ailani sem er nú sjö mánaða gömul.

Auglýsing

Samara, sem er einstæð móðir, segir: „Ég þjáðist af krömpum frá því ég var 12 ára og þetta versnaði bara. Ég var orðin rúmliggjandi í lokin. Ég var 16 ára þegar farið var með mig á spítala og þar uppgötvaðist blaðra á stærð við appelsínu. Hún var fjarlægð en sársaukinn hvarf ekki. Ég var rúmliggjandi frá febrúarmánuði fram í júní 2017. Ég missti marga vini því enginn skildi af hverju ég gæti ekki farið út. Ég gat ekki einu sinni farið í búðir.”

sí2

Ástandið versnaði og Samara gat ekki farið í framhaldsskóla. Henni var ráðlagt að fara í legnám ef hún vildi aukin lífsgæði og það sló hana.

Hún var greind með legslímuflakk þegar hún var 17 ára og vissi hún að hún þráði að verða móðir framar öllu: „Ég hef alltaf verið mömmuleg frá því ég var lítil. Lék mér alltaf með dúkkur og þegar mér varð sagt að ég gæti ekki eignast börn brotnaði ég niður. Þrátt fyrir að læknarnir gæfu mér engin tímatakmörk vissi ég að tíminn væri að renna út. Ég hafði farið í tvær aðgerðir og sársaukinn var óbærilegur. Ég vildi ekki flýta mér í samband til að eignast barn með „einhverjum” svo ég vildi fara í tæknifrjóvgun. Það væri minn eini kostur í stöðunni.”

Samara segir það hafa verið skrýtið að fara yfir lista sæðisgjafa – að velja föður út frá augn- og háralit en hún valdi vel: „Ég vissi alveg að ég myndi eignast barn einn daginn, og kannski kærasta en ég myndi engu breyta núna.”

sí3

Samöru leið mjög vel á meðgöngunni en það á til að gerast. Samara sem var 18 ára í janúar í fyrra líður vel í dag og getur unnið áfram í hlutastarfinu: „Það var aldrei möguleiki fyrir mig að fara í legnám án þess að eignast barn og foreldrar mínir stóðu með mér alla leið. Þegar ég var rúmliggjandi hugsaði ég „af hverju ég?“ en nú er ég mjög þakklát þar sem ég á dóttur mína.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!