KVENNABLAÐIÐ

Barn fæðist fjórum árum eftir að foreldrar þess létust í bílslysi

Drengurinn Tiantian fæddist í desember 2017 á spítala í Guangzhou, hafnarborg norðvestur af Hong Kong. Hann lítur út eins og hvert annað barn en á afar óvenjulega sögu – foreldrar hans létust nefnilega báðir í bílslysi fjórum árum áður en hann fæddist.

Parið Shen Jie og Liu Xi höfðu hug á að eignast barn með hjálp tæknifrjóvgunar en eins og Beijing News greinir frá lentu þau í bílslysi sem banaði þeim báðum. Gerðist þetta fimm dögum áður en setja átti fósturvísana í Liu.

Auglýsing

Þetta var í mars 2013. Í þrjú ár reyndu foreldrar parsins, semsagt tvær ömmur og tveir afar að fá fjóra frysta fósturvísa. Stóðu þau í málaferlum og voru þetta kvíðvænlegir tímar fyrir þau, enda um prófmál að ræða. Engin reglugerð var til staðar í Kína hvernig höndla ætti þessa ómeðhöndluðu fósturvísa þannig afarnir og ömmurnar voru á nýju lagalegu svæði. Sem betur fór unnu þau málaferlin og fengu forræðið.

Þá kom næsta hindrunin: Hver ætti að vera staðgöngumóðir barnsins?

Auglýsing

Í Kína er bannað að auglýsa eftir staðgöngumóður. Ferlið sjálft er einnig bannað, eða mjög takmarkað, einnig á Tælandi og Indlandi. Laos er eitt af fáum löndum í suðaustur Asíu sem leyfir meira.

Í janúar 2017 fóru afarnir og ömmurnar til Laos að leita að staðgöngumóður. Ekkert flugfélag vildi fljúga með fósturvísana sem geymdir voru við 196°C í fljótandi nítrógeni, þannig þau fóru þessa löngu leið keyrandi. Til að koma í veg fyrir ríkisfangserfiðleika fékk staðgöngumóðirin ferðamannaávísun til að fæða barnið í Kína.

Þegar barnið var fætt var ömmunum og öfunum gert að taka DNA próf til að sanna að þau væru í raun skyld Tiantan litla, en sú fyrirhöfn borgaði sig. Þau eru mjög ánægð í dag að hugsa um litla barnið, en nafnið merkir „sætleiki“ á kínversku.

„Augun eru dóttur minnar, en hann líkist föður sínum aðeins meira,“ segir amma barnsins, Hu Xingxian, í viðtali við Beijing News.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!