KVENNABLAÐIÐ

KFC býður nú upp á ætt naglalakk með kjúklingabragði

Nei, við erum ekki að bulla. Skyndibitarisinn Kentucky Fried Chicken hefur nú þróað naglalakk sem má borða. „Það bragðast eins og kjúklingur,“ segir viðskiptavinur. „Ég veit ekki hvernig þau fóru að þessu.“

Svo virðist sem leynikryddin sem gert hafa KFC að stærsta kjúklinga skyndibitastað í heimi séu notuð í lökkin, einhver 11 krydd sem gefa þetta einstaka bragð.

 

kfc

 

KFC spurði fólk hvaða bragð það myndi óska sér og viðbrögðin voru: Upprunalega uppskriftin og Hot & Spicy.

Þú berð naglalakkið á og getur sleikt neglurnar aftur og aftur….sem útskýrir slagorðið þeirra á ensku: „Finger Lickin´Good.“

Naglalakkið er nú til sölu hjá KFC í Hong Kong.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!