KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess þið fóruð aldrei á stefnumót nr. 2

Helmingur Bandaríkjamanna er einhleypur. Helmingur einhleypra notast við stefnumótasíður á Netinu til að finna annaðhvort langtímasambönd eða hitting í hvelli.

Þrátt fyrir að finna eitt einasta stefnumót sé auðvelt – er alltaf vandi að fara á stefnumót númer tvö. Hver er ástæðan fyrir því?

Thrillist.com fékk sérfræðiþekkingu nokkurra stefnumótasérfræðinga til hjálpar til að útskýra hvers vegna svo erfitt er að fara aftur á stefnumót eða hitta fólk í annað skipti.

Þú talaðir of mikið

Shannon Tebb sem stýrir stefnumótafyrirtækinu Shanny in the City segir: “Það sem ég verð vitni að í vinnunni minni er að fólk gefur hvort öðru ekki annan séns vegna þess að “deitið” talaði um sig sjálft allan tímann. Það var ekki svigrúm til að búa til eðlilegar samræður eingöngu í kringum eina manneskju.”

Ef þetta er eitthvað sem þú vilt laga hugsaðu á meðan stefnumótinu stendur: “Hvernig get ég látið samtalið snúast um hann/hana í fimm mínútur?” Ef það er erfitt áttu eftir að lenda stöðugt í vandræðum þess vegna.

Þú lést eins og stefnumótið væri atvinnuviðtal

Natalia Juarez hjá Lovistics segir: “Auðvitað er fólk á fyrsta stefnumóti að athuga hvort það vilji hitta einhvern aftur. En að fara á stefnumót á að vera skemmtilegt! Sérstaklega fyrsta stefnumótið. Og það á að vera léttvægt og…já, létt! Ráðleggur Natalia viðskiptavinum sínum að muna eftir þremur atvikum í vikunni sinni sem þau geta tjáð sig um. “Í stað þess að lýsa þér sjálfri/sjálfum sem ævintýragjarnri/ævintýragjörnum, talaðu þá um hluti sem lýsa þér.”

Engin tenging

Natalia heldur áfram: “Fyrir karlmenn þarf að vera tenging til staðar. Konur eru frekar þesslegar að gefa því séns að tengingin muni koma eða þróast en karlmenn eru minna þannig. Það þarf að vera tenging í byrjun, líkamlegt aðdráttarafl.”

Neikvæðni eða dónaskapur

Það ætti að vera borðleggjandi en oft hefur stefnumótum verið slaufað vegna þessarra þátt. “Ef þú ert dónaleg/ur, ert stöðugt í símanum eða kemur of seint, ef þú talar illa um vini þína eða samstarfsfélaga og fleira er það eitthvað sem er hreinlega ekki aðlaðandi. Við verðum að læra að stjórna okkur og hvað við látum frá okkur,” segir Natalie.

 

Best er að hafa í huga að manneskjunni líður betur eftir að hafa hitt þig – ekki öfugt!

Þú fórst óvart inn á eitthvað svið

Það getur vel verið að þú hafir óvart minnst á eitthvað sem var algert sprengjusvæði hjá viðkomandi. Þú gætir hafa sagst átt kött og manneskjan hatar ketti og á bara hunda. Þú gætir hafa pantað steik og manneskjan er grænmetisæta! Fólk er að sjálfsögðu mis-viðkvæmt fyrir “göllum” annarra en það getur verið nóg til að manneskjan vilji ekki hitta þig aftur vegna þess.

Þú tapaðir fyrir einhverjum öðrum

Það er ótrúlega algengt að einhver sé “betri” í stefnumótum en þú. Þú þarft að fylgja dæminu eftir! Ef þú sendir t.d. skilaboð daginn eftir og þakkar fyrir góðar stundir er það mjög heillandi. Ef þú ert í alvöru á stefnumótamarkaðinum er líklegt að þessi manneskja sem þú hittir í gær sé að fara á þrjú önnur stefnumót í vikunni og hafi hafnað öðrum 12. Samkeppnin er hörð og viljir þú ná árangri þarftu að huga að öllum þessum atriðum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!