KVENNABLAÐIÐ

Gladdi afa og ömmu með því að borga upp lánið af húsinu þeirra

Mikið er þetta fallegt! Stefun Darts er nú 24 ára gamall. Hann borðaði ekkert nema örbylgjupizzu í marga mánuði, reykti hvorki né drakk og vann í hinum ýmsu störfum…allt til að gleðja afa og ömmu.

Stefun er útskrifaður menntaskólanemi og hafði lofað afa sínum og ömmu fyrir 20 árum síðan að hjálpa þeim að borga upp lánið af húsinu þeirra. Hann bjó hjá þeim á tímabili og fannst erfitt að sjá þau vinna baki brotnu fyrir húsinu sínu. Stundum svaf hann ekkert heilu næturnar af áhyggjum.

 

barnab

 

Þann 20 mars síðastiliðinn kom hann til þeirra með risastóra ávísun fyrir 15.000$ sem jafngildir um 1,9 milljón íslenskra króna.

“Ég trúði þessu ekki,” sagði Maryl Roberts, amma Stefuns. “Að eiga barnabarn á borð við hann er þvílík blessun.”

Hefðu gömlu hjónin átt eftir að eignast húsið eftir fjögur ár en Stefun hafði haft þetta að markmiði í 20 ár. “Ég lofaði guði því og ég myndi aldrei svíkja loforð. Ég hef borðað örbylgjupizzu í öll mál og aldrei farið út með vinunum. Þeir vissu ekki af hverju en þetta er ástæðan, mig langaði að gleðja ykkur,” segir þessi ótrúlega góðhjartaði maður.

Til að toppa uppgreiðslu lánsins bauð hann þeim svo í ferð til Bahamaeyja!

“Ég var ekki að gera þetta til að fá klapp,” segir hann. “Ég vil sjá alvöru gleðitár í augum afa og ömmu. Það eru ekki allir sem geta státað af því.”

Heimildir: Yahoo og ABC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!