KVENNABLAÐIÐ

Eldri kona sem týndi 70.000 krónum í Bónus á Selfossi fékk peningana aftur

Gleðifréttir í jólaösinni: Lögreglan á Suðurlandi segir að kona hafi komið til þeirra í gær og kvaðst hún „hafa tapað 70.000 krónum sem voru í umslagi, í/eða við Bónus á Selfossi.“

Auglýsing

Í tilkynninguni segir ennfremur:

Í dag kom til okkar miðaldra kona sem kvaðst hafa fundið 70.000 króna umslag í Bónus á Selfossi og vildi skila því inn til lögreglu í þeirri von að eigandi þess fyndist.

Lögregan hafi samband við eiganda umslagsins sem var að vonum glöð við fregnirnar.

Auglýsing

Ræddu konurnar síðan saman símleiðis og merkja mátti mikið þakklæti af hálfu þeirrar sem endurheimt hafði fé sitt. Óskuðu þær hvor annarri gleðilegra jóla.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!