KVENNABLAÐIÐ

Leikverk um heimilisofbeldi hlýtur fjögurra milljón króna styrk

Leikhópurinn RaTaTam hlaut um helgina 4 milljóna króna styrk frá Nordisk Kutlurfond fyrir leikverkið SUSS!!! Leikverkið SUSS!!! fjallar um ofbeldi innan veggja heimilisins og verður sýnt á leikárinu 2016/17.

RaTaTam hefur unnið að sýningunni í rúmt ár og tekið viðtöl við fjöldann allan af fólki sem hefur deilt með hópnum raunasögum sínum.
rata2
Leikhópinn skipa þau: Charlotte Bøving, Halldóra Rut, Guðrún Bjarnadóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Heidrikur á Heygjum og Dordi Strøm.
Fyrirhuguð er leikferð um Norðurlöndin vorið 2017, þar sem verkið verður sýnt í Theater Far 302 í Danmörk, Theaterfestivalen í Fjaler í Noregi og Norræna húsinu í Færeyjum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!