KVENNABLAÐIÐ

Mörgæs syndir 8000 kílómetra á hverju ári til að hitta bjargvætt sinn

Það yndislegasta sem þú munt sjá í dag: Joao Pereira de Souza er 71 árs veiðimaður sem býr á lítilli eyju utan Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann fann pínulitla mörgæs sem var útötuð í olíu og lá í klettunum á ströndinni. Þetta var árið 2011. Hann hreinsaði fjaðrirnar og gaf honum fisk daglega til að byggja upp styrk hennar að nýju. Hann gaf mörgæsinni nafnið Dindim.

Eftir viku ætlaði Joao að sleppa henni aftur út á haf en fuglinn vildi ekki fara: “Hann var hjá mér í ellefu mánuði og þegar hann hafði fengið nýjar fjaðrir hvarf hann,” segir Joao. Svo, fáum mánuðum seinna kom Dindim aftur. Hann þekkti vin sinn aftur og fór með honum heim.

 

Síðastliðin fimm ár hefur Dindim eytt átta mánuðum á ári með Joao og sennilega er hann hina mánuðina á fengitíma á strönd Argentínu og Chile. Áætlað er að hann syndi 8000 kílómetra á ári til að eyða tíma með bjargvætti sínum.
“Ég elska þessa mörgæs eins og hún væri mitt eigið barn, og ég held hann elski mig líka. Það má enginn annar snerta hann en ég og ef aðrir nálgast hann goggar hann í þá. Hann liggur í kjöltu minni, ég má baða hann og taka hann upp og svo gef ég honum sardínur. Allir sögðu að hann myndi aldrei koma aftur en hann hefur gert það síðastliðin fjögur ár,” segir Joao.

 

Dindim kemur í júní og fer aftur í febrúar og alltaf þegar hann kemur verður hann hændari að Joao og glaðari að sjá hann.

 

Líffræðingurinn, prófessor Krajewski, sem tók viðtalið hér að neðan sagði við Independent: “Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Ég held að mörgæsin haldi að Joao sé hluti af fjölskyldu sinni og kannski heldur hann að Joao sé líka mörgæs. Þegar Dindim sér Joao dillar hann rófunni eins og hundur og flautar af gleði!”

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!