KVENNABLAÐIÐ

Þórunn Antonía lokar Facebooksíðunni Góðu systur <3

Einni vinsælustu Facebooksíðu íslenskra kvenna verður nú lokað, samkvæmt yfirlýsingu stofnanda hennar, Þórunni Antoníu. Síðan hefur tæplega 50.000 fylgjendur. Skrifar hún á síðuna í dag að henni þyki það leitt, en henni finnst síðan hafa snúist upp í andhverfu sína.

Auglýsing

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:

Elsku góðu systur.

Þegar ég stofnaði þessa síðu þá var dóttir mín nokkurra mánaða. Ég var að jafna mig á mjög erfiðum tímum, veikindum á meðgöngu og öðrum áföllum sem gerðu mér róðurinn erfiðan í lífinu. Ég var langt niðri og ég fékk svo ótrúlega mikinn styrk frá konum í kringum mig.

Ég ákvað að senda út allt það fallega og góða sem ég þráði útí heiminn í von um að það snerti einhver hjörtu og að aðrar konur gerðu það sama. Ég ákvað að líta í eigin barm og skoða hegðun mína og samskipti og laga allt sem ég ég gæti í sambandi mínu við mínar kynsystur sem eru oft flókin kvenna á milli og ég þráði að skapa stað sem baktal og dómharka væru ekki í boði.

Reglurnar voru einfaldar, tölum fallega til hverrar annarar og deilum jákvæðum boðskap og ekki neikvæðni og niðurrifi.

Ég ákvað eftir heilmikla vinnu að taka út neikvæðni og svara allskonar skilaboðum, kvörtunum og heimtu frekju kvenna innan hópsins sem áttuðu sig oft á tíðum að þetta væri 100% sjálfboða vinna að taka skref til baka og fá hjálp við að leiða síðuna í rétta átt. En nú er svo komið að ég sé miklu meira slæmt hér inni en gott og ég hef ekki tíma né þörf fyrir að skamma fullorða einstaklinga fyrir að fara ekki eftir reglum hópsins því ég kýs að eiga frekar samskipti við fólkið í mínum raunheimi sem skiptir mig í alvöru máli. Svo er ekkert skemmtilegt að þurfa endalaust að svara skilaboðum um að ég eigi að taka þetta og hitt út því einhver er að nota þetta sem ruslakistu en ekki vettvang til uppörvunar og kærleika.

Auglýsing

Þið sem hafið verið hér fengið uppörvun stuðning og allt sem síðan snerist um ég sendi til ykkar ást og einnig þið sem þurfið að greiða úr ykkar gremju og reiði, ég sendi ykkur meiri ást en ég hef ákveðið að loka þessari síðu því ég vil ekki að það sé staður sem meiðir, særir eða setur út haturs áróður á annað fólk í mínu nafni.

Ég ætla að halda áfram að rækta sjálfa mig og standa með mér að vera góð systir og aðallega góð systir við mig sjálfa því að kærleikur og ást og skilningur kemur jú þaðan. Frá okkar eigin sjálfs ást og virðingu og það ætti að vera eilífðar verkefni okkar allra. Að líta frekar í spegil og skoða okkar bresti frekar en að tala um hvað aðrir séu ömurlegir.

Takk fyrir að hjálpa öllum þeim fjölskyldum sem leituðu til okkar í neyð og ykkur ölum sem söfnuðu fyrir hinum ýmsu málefnum og ég vil taka það fram að ég elskaði þetta ferli og það veitti mér innsýn í heim kvenna, samkipti, vináttu og allt þar frameftir götunum sem ég mun nýta mér stórkostlega í næstu ævintýrum.

Endilega setjið komment hér fyrir neðan um hvað síðan gerði fyrir ykkur. Ég mun halda þessum póst inní í smástund áður en ég kveð alveg.

Ást, virðing, vinsemd og friður.

Margar konur hafa tjáð sig um ákvörðun Þórunnar, margar eru sammála að síðan sé ekki eins og hún var áður. Samskiptin hafi orðið erfið vegna nokkurra kvenna sem voru duglegar að tjá sig, en flestar óska Þórunni allt hið besta í framtíðinni. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!