KVENNABLAÐIÐ

Kona fæðir tvíbura sem eiga ekki sama pabbann

Ótrúlega ólíkir tvíburar: Ættingjar manns hvöttu föðurinn til að fá úr skorið með DNA prófi hvort gæti hugsast að hann ætti ekki bæði börnin.

twins2

Ótrúlegt en satt þá gaf prófið til kynna að hann ætti annan tvíburann en ekki hinn. Konan hafði því sofið hjá tveimur mönnum á sama tíma í tíðahringnum og því þessi hafi þetta gerst. Glugginn sem opnast í örfáa daga til getnaðar getur verið opinn og tvö egg frjóvgast á sama tíma. Sæði getur lifað í fjóra til fimm daga, en líftími egg móður er 12-48 tímar.

Athugað var einnig DNA móðurinnar til að athuga hvort hún ætti bæði börnin (ef um rugling á spítalanum hafi verið um að ræða) en svo var ekki. Tvíburarnir eru af sama kyni en annar er með þykkt, krullað hár á meðan hinn er með þunnt og slétt hár.

Þetta gerðist í Víetnam og segir Le Dinh Luong sem stýrir erfðarannsóknum í landinu að þetta væri ákaflega sjaldgæft: “Ekki bara í Víetnam heldur heiminum öllum.”

Tvíburarnir eru nú orðnir tveggja ára og hefur þetta ónafngreinda par þurft að eiga í alvarlegum samræðum við fjölskyldur sínar, enda hlýtur þetta að vera afar mikið áfall.

Heimild: Mirror/HuffPost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!