KVENNABLAÐIÐ

„Leitt að dóttir þín sé með þennan fæðingarblett, hún væri annars svo sæt“

Móðir fékk nóg þegar fólk gat ekki hætt að spyrja hvað væri að andliti dóttur hennar þegar hún var sjálf ekkert að hugsa um það. Hún ákvað að segja sögu Charlie litlu sem er sex mánaða gömul.

 

a6

 

Katie Crenshaw býr ásamt manni sínum og eldri bróður Charlie í Atlanta í Bandaríkjunum. Charlie litla er með fæðingarblett sem er í raun æðagúlpur á andliti hennar. Hann er ekki hættulegur og er haldið niðri með lyfjameðferð svo hann stækki ekki. Fæðingarbletturinn mun hjaðna og hverfa á endanum.

 

Allar myndir: Instagram
Allar myndir: Instagram

 

 

Stolta mamman hefur verið afar dugleg að halda úti bloggi og Instagramsíðu um sína yndislegu dóttur og hvað hún sé dugleg, en alltaf var fólk að spyrja hvað væri að andlitinu á dóttur hennar í stað þess að horfa á hið innra.

„Ég var orðin þreytt á því, þetta var það eina sem vinir, fjölskylda og ókunnugir vildu ræða. Ég vildi bara halda áfram með líf okkar og tala um venjuleg mál sem foreldrar með lítil börn hafa áhuga á,“ segir Katie.

 

a3

 

Smám saman fór þetta að hafa veruleg áhrif á líf Katie. Fólk var að segja hluti á borð við:„Aumingja barnið,”„Vonandi hverfur þetta,”„Leitt að hún hafi þennan fæðingarblett, hún væri annars svo sæt.”

a1

 

„Fólk var að vorkenna henni vegna einhvers sem gerir hana einstaka,” segir Katie. Þannig hún ákvað að skrifa góðan pistil á bloggið sitt sem hefur vakið mikla athygli og hefur birst í miðlum um víða veröld. Í pistlinum sem hún nefnir„Hvað er að andlitinu á henni” biður hún fólk um að hætta að vorkenna Charlie.

 

Ég vil hvetja fólk til að hætta að óska þess að fæðingarbletturinn hverfi og óski þess frekar að hún muni eldast sem sjálfstæð stúlka sem elskar sig sjálfa sama hvernig hún lítur út. Óskið þess frekar að endalausar athugasemdir um útlit hennar muni hætta áður en hún er orðin nógu gömul til að skilja þær. Óskið þess frekar að hún muni verða sterk manneskja á þeim aldri sem margir lenda í einelti.

 

Ég vil hvetja ykkur að horfa framhjá því. Hvað ef ég myndi koma upp að þér og spyrja:„Hvað er að barninu þínu, af hverju er það svona skrýtið?” Eða:„Ég vona að barnið þitt muni ekki líta svona út í framtíðinni.”

 

Hugsið bara um þetta. Þið eruð að óska þess að barnið mitt sé öðruvísi en það er og eitt af fallegu einkennum dóttur minnar sé tekið í burtu, sem gerir hana einstaka.

 

Hættið þessari vorkunn. Hún er heilbrigt stúlkubarn og við erum heppin. Fæðingarbletturinn er jafn ómerkilegur og frekna á hendinni. Þú þarft ekki að minnast á hann og þú þarft ekki að óska þess að hann sé farinn.

 

Hún er ekki með„góða hlið” á andlitinu sem við birtum af fjölskyldunni. Ég reyni ekki að eyða blettinum út með myndvinnsluforriti. Allt andlitið á henni er fallega andlitið á elsku dóttur minni og það skiptir mig engu máli hvernig hún lítur út.

 

a5

Pistillinn hvatti fólk til að tjá sig um börnin sín sem höfðu svipaða galla. Katie er afar þakklát fyrir að hafa hrundið umræðunni af stað og þakklát þeirri athygli sem Charlie hefur vakið. Hún vill að saga Charlie fagni fjölbreytileikanum í umræðunni og hvetji fólk til að horfa framhjá útlitinu einu.

Heimild: HuffingtonPost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!