KVENNABLAÐIÐ

Danir segja matarsóun stríð á hendur: Ný verslun opnuð

Fyrsta matvöruverslun sinnar tegundar, sennilega í heiminum, hefur verið opnuð í Danmörku. Þar eru eingöngu seldar útrunnar eða útlitsgallaðar vörur. Biðraðir hafa myndast fyrir framan verslunina WeFood sem var opnuð í Kaupmannahöfn í vikunni. Verslunin selur með afslætti vörur sem annars hefðu endað í ruslinu vegna umbúða sem hafa verið skemmdar eða vörur sem hafa útrunnan stimpil.

 

wefood2

 

Matur, snyrtivörur og aðrar heimilisvörur eru til sölu og kosta þær 30-50% minna en annars staðar.

 

Per Bjerre sem er forsvarsmaður verkefnisins segir: “WeFood er fyrsti stórmarkaður sinnar tegundar og við erum ekki eingöngu að höfða til fólks með lága innkomu heldur til allra sem láta umhverfið sig varða. Fólk lítur á þetta sem jákvætt skref í að sporna við matarsóun.”

wefood3
Myndir: WeFood/Facebook

María prinsessa og fyrrum umhverfisráðherrann Eva Kjer Hansen opnuðu verslunina við hátíðlega athöfn. Eva segir framtakið aðdáunarvert: “Það er fáránlegt að henda mat sem er útrunninn. Það er slæmt fyrir umhverfið og einnig sóun á fjármunum.”

 

Á meðan Danir henda um 700.000 tonnum af mat á ári hafa Bandaríkin þó vinninginn en þar er um 1,3 milljörðum tonna hent á ári hverju.

 

wefood

 

Danir eru frumkvöðlar á þessu sviði og hafa tekið sig á því þeir hafa minnkað matarsóun um 25% frá því um fimm árum síðan. The Food Bank er verkefni sem hleypt var af stokkunum og hefur mat verið dreift til skýla fyrir heimilislausa.


Verði WeFood vinsæl sem ætla mætti í framtíðinni munu fleiri verslanir líta dagsins ljós í framtíðinni.

Heimild: Q, RT

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!