KVENNABLAÐIÐ

Kiefer Sutherland féll og slasaðist í Danmörku og frestar því öllum tónleikum

Leikarinn og söngvarinn Kiefer Sutherland slasaðist alvarlega eftir að hann rann og datt í tröppum rútu á tónleikaferðalagi um Evrópu. Gerðist atvikið í Danmörku.

Auglýsing

Leikarinn (52) útskýrði á Instagram að honum þætti þetta afar leitt:

„Því miður rann ég í tröppum rútunnar og ég stórskaðaði rifbein sem veldur því að erfitt er að anda og ómögulegt að syngja. Því miður get ég því ekki komið fram á síðustu þremur tónleikum ferðalagsins, en ég hef fulla trú á að ég muni komið og klárað þá í september/október þegar við komum aftur.”

Kiefer bætir svo við: „Mér þykir óendanlega leitt að hafa valdið ykkur óþægindum, þeim sem keyptu miða. Ég mun gera allt til að bæta ykkur þetta upp. Takk fyrir skilninginn. Með virðingu, Kiefer.”

Auglýsing

Hann tók síðan fram síðar á Insta að hann muni koma til Svíþjóðar og Danmerkur í spetember.

Kiefer er að kynna plötu sína „Reckless & Me” sem er kántríplata. Fyrrum 24 leikarinn sagði við PEOPLE: „Tónlist var eitthvað sem ég varð háður mjög ungur því ég átti eldri bróður sem ég dýrkaði og hann var helsti aðdáandi tónlistar í heimi.”

kief in

Kiefer gaf svo út fyrstu plötu sína árið 2016, „Down in a Hole.”
Svo virðist þó sem að fara í tónleikaferðalög sé erfiðleikum bundið þar sem t.d. Kiefer neitar að leyfa hljómsveitarmeðlimum að fara á klósettið í rútunni á ferðalögum: „Það er alveg stranglea bannað að gera stórt. Kiefer vill að rútan lykti vel.” Þannig stöðva þarf rútuna á McDonalds eða álíka til að hleypa mönnum í stærri aðgerðir.

Kiefer hefur háð baráttu við bakkus, m.a. verið handtekinn fyrir ölvunarakstur og setið í fangelsi. Þegar Tom Petty, lærifaðir hans, lést í fyrra var Kiefer sleginn og hefur hann slakað á síðan: „Andlát Toms var honum viðvörun…hann hefur ekki sett gítarinn niður, eða tekið upp flöskuna síðan,” segir vinur hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!