KVENNABLAÐIÐ

Af hverju finnst Kínverjum ostur ógeðfelldur?

Hefur þú einhverntíma hugsað um hvernig bragðlaukar ólíkra menninga virka? Af hverju vilja sumir sterkan mat og aðrir alls ekki?

Veronique Greenwood hjá BBC segir sína skoðun: „Þegar ég heimsótti Shanghai í Kína fór ég fljótt að sniðganga götu sem var í nágrenninu. Lyktin þar var ótrúleg, óeðlilega slæm – eins og opið ræsi væri hjá gangstéttinni. Svo var það einn daginn að ég áttaði mig hvaðan þessi skelfilega lykt kæmi. Þetta var veitingastaðurinn á horninu. Sérréttur dagsins: Chou Doufu – tófú sem er gerjað í marga mánuði í kjöttægjum, grænmeti og súrri mjólk.“

Greenwood heldur áfram: „Fyrir flest vestrænt fólk eins og mig er hræðilega erfitt að ímynda sér að leggja sér eitthvað til munns sem lyktar jafn skelfilega og þetta. En – ótrúlegt en satt – biðröðin á veitingastaðinn virtist endalaus.“

Auglýsing

Blaðakonan komst síðan að þeirri „ótrúlegu“ staðreynd (sennilega að okkar mati) að Kínverjar eru alls ekki hrifnir af osti! Nei, þeir skilja ekki hvers vegna við viljum borða gamlan ost, auka við myglugerlana og setja þá svo í búðir.

Þeim finnst ostur hreinlega ÓGEÐSLEGUR!

Þrátt fyrir að Kínverjar neyti mjólkurvara í meiri mæli en áður þykir þeim óhugsandi að leyfa mjólkinni að verða súr og bæta síðan aukaefnum í hana. Venjulegir ostar (eins og við köllum þá, t.d. brauðostar og cheddar) eru bræddir saman við allskonar brauðmeti en hinsvegar skora þeir alls ekki hátt á kínverskum bragðlaukamatseðli.

marmite

Vegemite/Marmite er brún leðja sem Bretar eru gjarnir á að setja á brauð. Bragðið er salt, biturt og þarf sennilega að venjast sértu ekki vanur/vön bragðinu. Bandarískt barn lýsti þessu bitra bragði á þessa leið: „Bragðast eins og einhver sem reyndi að elda en mistókst hrapallega.“

Þetta ætti þó ekki að koma okkur á óvart: Íslendingar sem vanir eru þorramat, hákarli og kæstri skötu á Þorláksmessu skilja vel að útlendingar séu ekki áfjáðir í að prófa.

Matur er menningartengdur: Við lærum fljótt að meta ýmislegt og ekki annað. Bragðlaukarnir eru „lærðir.“ En hvað með indverska eða kínverska ketti eða hunda? Borða þeir sterkan mat? Nei, þetta er eingöngu bundið við mannveruna – eina tegundin sem gerir slíkan mun á bragði.

Auglýsing

Menningarmismunur á við um bragðlauka líka – þau krydd og brögð sem við erum vön og finnst okkur vera „heima.“ Tómatar, hvítlaukur, basil og ólífuolía er óneitanlega ítalskt bragð. Rækjur, chili og engifer: Brasilískt. Dill, sýrður rjómi, sinnep, edik og svartur pipar: Þýskt. Kínverskt: Sojasósa, hrísgrjónavín og engifer. Hvernig ætli íslensku myndi verða lýst? Reykt kjöt, harðfiskur, brennivín?

Rannsókn var gerð meðal Kínverja sem hugðust ferðast til Ástralíu og kom þar í ljós að þeir voru ekki mjög spenntir fyrir að prófa aðra matargerð en kínverska. „Ég vona þeir eigi sojasósu,“ sagði einn þátttakandi, „þá get ég allavega sett sojasósu á hrísgrjónin ef maturinn er óætur.“

 

sea cucumber

Sæbjúgu – framreidd á kínverska vísu

Hér er þó verið að tala um hvað fólki finnst „þægilegast“ að borða, ekki hvað er í raun og veru ætt. Menningarmunur útskýrir hvað fólki finnst gott. Kínverjum finnst til dæmis afar gott að borða sæbjúgu og innyfli gæsa. Ef Vesturlandabúar væru spurðir myndu þeir eflaust lýsa bragðinu sem „bragðlausu“ og að það væri eins og að „éta gúmmí.“ Það er þó visst snobb að borða sæbjúgu í Kína – skammturinn getur kostað allt af 13 þúsund krónur. Kínverjar leggja mikið upp úr „munnfylli,“ tilfinningin sem maturinn hefur í munni. Vesturlandabúar myndu þó alltaf telja matinn vera gúmmí- og hlaupkenndan og myndu eflaust velja eitthvað annað af matseðlinum.

Kínverskir sælkerar myndi alltaf velja sæbjúgu með hlaupkenndu gúmmíkenndu bragði fram yfir annað. Fólk getur að sjálfsögðu vanist ýmsum bragðtegundum miðað við hvernig þær fara í munni, en vissulega má vera óhætt að segja að Vesturlandabúar myndu ekki kjósa slíkan mat að fyrra bragði.

Meira er þó til umræðu en það sem er „skemmtilegt“ að borða. Munurinn á milli þess sem er ætt og þess sem er bragðgott getur verið mikill. Stór gjá getur verið á milli þess og kannski má sjá ferðamennsku í þeim dúr í framtíðinni: Að bragða sem óvenjulegastan mat í hverri menningu fyrir sig og skora sjálfan sig og bragðlaukana á hólm!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!