KVENNABLAÐIÐ

Drukkin kona pantaði sér Subway og pöntunin var svo skrýtin að afgreiðslumaðurinn tók mynd af samlokunni!

Hin tvítuga Anna frá London var á kráarrölti með vinkonu sinni í Leeds þegar þær voru orðnar svangar og ákváðu að fá sér Subway samloku. Anna pantaði sér samloku sem var svo furðuleg að afgreiðslumaðurinn var í vandræðum og varð hreinlega að taka mynd af bátnum!

Á henni var: Svartar ólífur, gúrkur og ostur

Anna var spurð eftir að Subway tvítaði þessari furðulegu samloku á aðalsíðuna þeirra, hvers vegna þessi bátur hefði orðið fyrir valinu: „Við vorum báðar frekar fullar og ég spurði afgreiðslufólkið hvernig þetta virkaði. Ég sagði þeim nefnilega að ég hefði aldrei fengið mér bát áður. Þau voru öll mjög almennileg við mig og við grínuðumst mikið.“

subb

„Ég vildi fyrst bara ost og gúrkur þegar þau fóru að hlæja og buðu mér fleiri álegg eða sósur. Svo sá ég ólífurnar og ég var bara, „já, þessar líka, takk.“

Já, það er rétt – gúrkur, ólífur og ostur – allt á sama brauðinu.

„Ólífurnar voru fulli kosturinn en þær virkuðu næstum.“

subb12
Afgreiðslumaðurinn á Subway var svo hissa að hann bað Önnu um leyfi að fá að taka mynd af herlegheitunum.

Anna tvítaði myndinni og sagði: „Í fyrsta sinn á Subway og afgreiðslumaðurinn tók mynd af pöntuninni…er ég að gera þetta vitlaust?“

Anna fékk ótal „læk“ á myndina og var myndinni einnig deilt á Subway og sagt þetta væri „meistaraverk!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!