KVENNABLAÐIÐ

Obama segir Ellen hafa rutt brautina fyrir samkynhneigða: „Ég er svo stoltur af þér“

Obama leit við í myndveri hjá Ellen DeGeneres nú á fimmtudag og gerðist einlægur mjög í samtali þeirra, en allt hófst tilfinningaflóðið á þakkarræðu Ellenar í garð forsetans fyrir að hafa stutt svo rækilega við mannréttindabaráttu samkynhneigðra. En Obama var hins vegar ekki á því að honum væri einum að þakka og sagði Ellen sjálfa hafa unnið gífurlega mikilvægt starf.

Í myndskeiðinu hér að neðan segir forsetinn þannig að Ellen hafi, með nærveru sinni einni og á löngum ferli í sjónvarpi, einlægni og heiðarleika gagnvart eigin kynhneigð, en í viðtalinu sagðist forsetinn vilja meina að Ellen hefði sjálf haft ómæld áhrif á viðhorf almennings til samkynhneigðra. Þannig sagði Obama beinum orðum:

Við erum að aka hingað í dag – og ég meinti hvert orð sem ég sagði. Ég sagði við starfsfólk mitt – ég sagði, eins mikið og hefur áunnist hjá okkur, hvernig við höfum kveðið niður Ekki spyrja / Ekki segja regluna og svo framvegis. Hvernig sem okkur hefur tekist upp með að breyta viðhorfum almennings – þá held ég að enginn hafi haft jafn mikil og sterk áhrif og þú í þeim efnum.

Ég virkilega meina hvert orð í einlægni. Það að þú skulir hafa verið reiðubúin að gangast við því hver þú ert, það eitt gefur öðru fólki ákveðið hugrekki. Og allt í einu er það bróðir þinn, frændi þinn, besti vinur þinn eða samstarfsfólk þitt. Og þannig breytast viðhorfin. Lögin fylgja svo í kjölfarið, en þetta hófst allt með fólki eins og þér. Ég er svo stoltur af þér.

Ekki ber á öðru en að Ellen hafi tárast en rétt eins og allir sannir uppistandarar var hún fljót að snúa orðum forsetans upp í grín og sagðist þannig ekki vera lesbía í alvöru, að þetta hefði bara farið svo vel í fólk að hún hefði fundið sig knúna til að halda leikritinu gangandi.

Sjálfur skildi Obama brandarann mætavel og svaraði Ellen um hæl með þeim orðum að þó hún færi bara með hlutverk í sjónvarpi, þá gerði hún rullunni góð skil. Fallegt og sérstætt augnablik í sjónvarpi sem enginn ætti að missa af – hér má sjá samtal þeirra Ellen DeGeneres og Obama, forseta Bandaríkjanna:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!