KVENNABLAÐIÐ

Barnfóstra, aðstoðarmanneskja, börn og eiginkona erfa gífurleg auðæfi Bowie

Samkvæmt erfðaskrá David heitins Bowie, sem var gerð opinber nú á föstudag fyrir rétti í New York, mun eigum söngvarans skipt bróðurlega milli eftirlifandi eiginkonu hans, Iman, tveggja barna hans, fyrrum barnfóstru sonar hans og aðstoðarmanns Bowie, sem starfaði fyrir stórsöngvarann í fjölmörg ár.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Reuters. Bowie, sem var 69 ára gamall þegar hann andaðist fyrr í þessum mánuði, skilur eftir sig ríflega 100 milljónir Bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 13 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt erfðaskránni, sem er u.þ.b. 20 blaðsíður að lengd og var undirrituð af Bowie sjálfum árið 2004 (skírnarnafn söngvarans sáluga var David Robert Jones) mun helmingur eigna hans ganga beint til Iman, eftirlifandi eiginkonu hans, en hún erfir einnig íbúð þeirra hjóna sem staðsett er á Manhattan.

Börn Bowie, þau Duncan, sem orðinn er 44 ára gamall og Alexandria, sem enn er á táningsaldri, hljóta 25% eigna föður síns, en Alexandria erfir einnig fjallahús fjölskyldunnar í Ulster, New York sýslu. Þá verður arfur Alexandriu, sem orðin er 15 ára gömul, greiddur út á 25 ára afmælisdegi hennar. Þess utan hlýtur fyrrum barnfóstra Duncan, Marion Skene, 1 milljón Bandaríkjadala í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf og að síðustu hlýtur persónulegur aðstoðarmaður Bowie, Corrine Schwab, sem alla jafna gengur undir nafninu Coco, 2 milljónir Bandaríkjadala í arf eftir yfirmann sinn sáluga.

Þá virðist Bowie hafa hugsað í þaula hvernig hann kaus að segja skilið við jarðvistina, en söngvarinn tók sérstaklega fram í erfðaskránni að hann vildi hljóta líkbrennslu og að ösku hans yrði dreift yfir eyjuna Bali.

Ég mælist svo fyrir að líkamsleifar mínar verði fluttar til eyjunnar Bali og að ég hljóti líkbrennslu þar að búddískum sið, eins og tíðkast meðal munkareglunnar sem iðkar trú sína á eyjunni. Ef það mun ekki gerlegt eða ekki talið hentugt, þá óska ég þess að ábyrgðarmenn gangi svo frá að ég hljóti líkbrennslu og að ösku minni verði dreift yfir eyjuna Bali.

Bowie var brenndur í New Jersey fyrr í þessum mánuði, en útförin fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Hér má hlýða á síðasta stórvirki meistarans, Lazarus, þar sem hann – á sinn einstaka máta – túlkar eigið dauðastríð fyrir umheiminum:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!