KVENNABLAÐIÐ

René Angélil, eiginmaður Céline Dion, er látinn

René Angélil, eiginmaður Céline Dion til 22 ára, er látinn. Hann var 73 ára gamall þegar hann lést en banamein hans var krabbamein.

Í opinberri yfirlśyingu á vefsíðu Céline Dion má lesa:

René Angelil andaðist nú í morgun [fimmtudag 14. janúar 2016, innsk.blm] á heimili sínu í Las Vegas eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Fjölskyldan óskar þess að næði þeirra verði virt að svo stöddu, en frekari upplýsingar verða veittar síðar.

Þau René og Céline kynntust árið 1980 þegar hann tók við starfi umboðsmanns söngkonunnar. Hann var 38 ára gamall þegar þau kynntust, en hún var aðeins 12 ára gömul. Þau tóku upp ástarsamband þegar Céline var orðin 19 ára gömul, eða sjö árum eftir að René hóf störf sem umboðsmaður og gengu í hjónaband árið 1994.

Þeim Céline og René varð þriggja barna auðið og voru gift í 22 ár
Þeim Céline og Réne varð þriggja barna auðið og voru gift í 22 ár

Parið eignaðist þrjú börn; René-Charles, sem er orðinn 14 ára og tvíburana Nelson og Eddy, sem nú eru 5 ára. Angélil átti áður þrjú börn frá fyrra hjónabandi með söngkonunni Anne Renée, Anne Marie, Patrick og Jean-Pierre.

Í viðtali við USA Today sem Céline veitti á siðasta ári ræddi hún opinskátt um veikindi eiginmanns síns og sagði meðal annars:

René færði mér í raun og veru verðmæta gjöf. Alla þá sorg sem ég hef upplifað á undanförnu ári. Ég held að ég hafi loks náð tökum á þessu. Alla vega núna. Þegar þyrmir yfir, þá mun sorgin slá mig út af laginu. Mitt stærsta hlutverk núna er að segja eiginmanni mínum að allt verði í lagi. Að við munum standa storminn af okkur. Að ég muni sjá um börnin okkar. Að hann muni einfaldlega fylgjast með okkur að ofan.

Hér má sjá viðtalið sem Céline veitti USA Today þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns opinskátt og greindi meðal annars frá því að René ætti þá ósk heitasta að fá að deyja í örmum eiginkonu sinnar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!