KVENNABLAÐIÐ

„Hann LOFAÐI mér að hætta hóruhúsabröltinu” – Khloe Kardashian

Khloe Kardashian lagði spilin á borðið í The Howard Stern Show fyrr í dag og sagðist þannig hafa fengið gifurlegt áfall þegar Lamar Odom, eiginmaður raunveruleikastjörnunnar, var endurlífgaður á hóruhúsi síðla á síðasta ári með þeim afleiðingum að fyrrum NBA stjarnan var tengdur við öndunarvél um langt skeið, en lengi var tvísýnt um lífslíkur hans.

„Ég sagði við hann – Gerðu bara það sem þú andsk….. vilt, en vertu svo góður að lofa mér því að fara aldrei aftur á eitthvað viðbjóðslegt hóruhús. Ef þig langar að borga einhverjum fyrir kynlíf, viltu þá vera svo góður að gera það í ró og næði á hótelherberginu þínu. Ég meina, hvað ertu að pæla?”

Þetta og meira til sagði Khloe, sem mætt var í þáttinn til að kynna nýja raunveruleikaseríu sem brátt verður frumsýnd vestanhafs og ber nafnið Kocktails With Khloe.

Khloe bar sig glæsilega í New York fyrr í dag
Khloe bar sig glæsilega í New York fyrr í dag; á leið í hljóðver hjá Howard Stern

„Í það skiptið sagðist hann vera sammála mér, að hann gerði sér enga grein fyrir því hvað hann hefði verið að hugsa og að lofaði mér því að verða aldrei svo slæmur aftur.“

Þá sagðist Khloe halda að Odom hafi tekið jurta-Viagra þar sem hóruhúsið hafi sennilega boðið upp á stinningarlyfið. Þegar Stern bar upp þá spurningu fyrir Khloe hvort stinningarlyfinu hefði verið um að kenna, að hjarta körfuboltastjörnunnar hefði jafnvel ekki þolað álagið og hvernig stæði á því að svo heilbrigður karlmaður þyrfti á lyfjum að halda til að ná líkamlegri reisn, svaraði Khloe beint út:

„Nei, það held ég ekki – að stinningarlyfinu hafi verið um að kenna. Ég held að um kokteil hafi verið að ræða og þú getur rétt ímyndað þér hvort litli vinurinn verði ekki slappur þegar fólk er að taka inn svo mörg lyf í einu.“

Khloe og Howard Stern í hljóðveri þar sem viðtalið var tekið upp í dag
Khloe og Howard Stern í hljóðveri þar sem viðtalið var tekið upp í dag

Í viðtali við Good Morning America sem einnig var sjónvarpað fyrr í dag, miðvikudag, aftók Khloe með öllu að fyrrum parið væri enn ástfangið, þó ekki hafi verið gengið frá skilnaði enn sökum veikinda Lamar:

„Í fullri einlægni er ég á þeirri skoðun að við höfum verið sálufélagar, en þrátt fyrir að vera enn gift manninum get ég ekki litið svo á að við séum í raun hjón, þó samband okkar einkennist af vináttu.

Ég elska hann af öllu hjarta og óska honum heilbrigði og hamingju, rétt eins og ég elska fjölskyldu mína og nánustu vini. En þar eru mörkin. Fólk sem ber upp þá spurningu gerir sér enga grein fyrir alvarleika stöðunnar. Að það er ekki einu sinni mögulegt fyrir okkur í dag að lifa saman sem hjón.“

Khloe deildi þessum viskukornum á Instagram fyrir skömmu
Khloe deildi þessum viskukornum á Instagram fyrir skömmu

Þá sagðist Khloe hafa fundið innri sátt í erfiðum aðstæðum og að framtíðin ein gæti skorið úr um batalíkur Lamar:

„Lamar var sálufélagi minn, áður en öll þessi atburðarás fór af stað. Þú veist, hlutir bara breytast og lífið er óútreiknanlegt og allt það og það er allt í lagi. Þetta snýst um hans heilsu og mitt jafnvægi og hans lífshamingju. Í augnablikinu er allt það aðskilið með öllu. Auðvitað vona ég að hann nái jafnvægi og fyrri styrk. En ég get ekki sagt til um neitt. Ég sé ekki inn í framtíðina.“

Raunveruleikastjarnan geislaði af fegurð á götum NYC í dag
Raunveruleikastjarnan geislaði af fegurð á götum NYC fyrr í dag

Í viðtalinu kom Khloe einnig inn á hverfulleika lífsins og sagði engan vita sína ævi fyrr en öll er:

„Ég hef gert óteljandi plön og áætlanir gegnum árin en þrátt fyrir allt skipulagið hefur lífið farið á allt annan veg en ég ætlaði mér. Þess vegna hef ég lært að lifa fyrir daginn í dag; einn dag í einu. Mér líður best þegar ég lifi fyrir augnablikið.“

Khloe ásamt Lamar, meðan allt lék í lyndi
Khloe ásamt Lamar eiginmanni sínum, meðan allt lék í lyndi

Lamar útskrifaðist nýlega af spítala eftir langa sjúkrahússlegu og innritaðist samdægurs á endurhæfingarheimili, þar sem hann safnar fyrri styrk og nýtur sólarhringsumönnunar:

„Ég þakka bara Guði fyrir að spítalavistin er að baki og að við getum öll lagt þennan kafla að baki. Sjúkrahússheimsóknir tilheyra árinu 2015, nú er komið nýtt ár og ég ætla að fylgja raunveruleikaþættinum mínum, Kocktails With Khloe þétt eftir á næstu mánuðum.“

Að endingu sagði Khloé stöðuna hafa verið gífurlega svarta þegar upp komst og Lamar var fluttur í ofboði á sjúkrahús eftir vel heppnaða endurlífgun á hóruhúsinu þar sem hann dvaldi og naut þjónustu tveggja vændiskvenna:

„Þegar við fjölskyldan komum á spítalann í Las Vegas var okkur sagt að hann ætti einungis fáeina klukkutíma eftir ólifaða. Við þurftum að taka gífurlega erfiðar læknisfræðilegar ákvarðanir og stóðum frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum.

En Lamar er sterkur. Hann barðist hetjulega á móti dauðanum og hafði augljóslega vinninginn í þetta skiptið. Hann er útskrifaður af spítalanum eftir nær fjögurra mánaða sjúkrahússvistun og þó ferðalagið hafi verið langt og enn sé langt og þungt ferðalag framundan, – tel ég ágætar líkur á að hann nái bata.

Svo framarlega sem hann er sjálfur reiðubúinn að leggja þá vinnu á sig og heldur áfram að ná árangri i endurhæfingu, þá held ég að ekki sé hægt að fara fram á meira.“

Raunveruleikaþáttur Khloé fer í loftið þann 20 janúar nk., en hljóðupptöku af viðtalinu, sem er 6 mínútna langt, má hlýða á hér. Þá má að endingu sjá hér brot úr viðtalinu sem vitnað er að ofan og gefið var út í dag: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!