KVENNABLAÐIÐ

Elton John segir villtar sögur af bresku konungsfjölskyldunni

Ofbeldi drottningar og áhugi karlmanna á Díönu prinsessu er eitthvað sem Elton John ræðir í nýrri æviminningabók sem heitir einfaldlega Me. Elton segir frá því þegar Elísabet Bretadrottning sló frænda sinn, Viscount Linley, í andlitið.

Auglýsing

Elton segist hafa verið í teiti og Elísabet hafi beðið Viscount að passa systur hans Lady Sarah Armstrong-Jones, því hún hafi verið þreytt, ekki liðið vel og hafi ætlað heim. Viscount hafði engan áhuga á því og þá brást drottningin reið við og sló hann í andlitið milli orða: „Ekki“ – högg– „rífast“ – högg– „við“ – högg– „mig“ –högg– „ég“ – högg– „er„- högg– „DROTTNINGIN!“

Viscount gerði því eins og drottningin sagði.

villt

Þegar Elísabet sá að Elton hafði séð hegðun hennar sem var gersamlega úr karakter vinkaði hún honum og gekk í burtu, stendur í bókinni: „Ég veit að ímynd drottningarinnar er ekki alveg sú að hún sé brjálæðislega hégómafull, en…í einrúmi getur hún verið ótrúlega fyndin,“ segir Elton.

Þetta er ekki það eina í bókinni sem hann segir um konungsfjölskylduna en hann talar einnig um Díönu prinsessu sem var afskaplega náin vinkona hans.

Auglýsing

Hann ræðir um þegar Richard Gere og Sylvester Stallone slógust um Díönu prinsessu þegar hún var nýskilin.

Elton og eiginmaður hans David Furnish héldu partý fyrir Jeffrey Katzenberg, forstjóra Disney, eftir að Elton var beðinn um að semja tónlistina fyrir kvikmyndina The Lion King.

Richard Gere var nýskilinn við Cindy Crawford og Díana við Charles Bretaprins. Þau voru í djúpum samræðum við arininn þegar Sylvester Stallone horfði á, mjög afbrýðisamur. Meðan fólkið tíndist inn og bjó sig undir kvöldverð voru Richard og Sylvester eftir og sauð uppúr milli þeirra.

rþe

Þegar allir fóru að borða fundust Stallone og Gere ekki. David Furnish fann þá svo í heitu rifrildi á ganginum, tilbúna að slást út af Díönu. Eftir að allir höfðu snætt héldu Richard og Díana áfram að spjalla og Sylvester rauk úr í fýlu. „Ég hefði aldrei átt að koma,“ hreytti hann í mig og David þegar við fylgdum honum til dyra. Ef ég hefði vitað að „Prince f—in’ Charming“ hefði mætt líka hefði ég aldrei komið.“ Svo bætti hann við: „Ef ég hefði viljað hana hefði ég tekið hana!“

Díana virtist ekki láta þetta hafa áhrif á sig. Elton skrifar: „Kannski áttaði hún sig ekki á hvað var að gerast. Eða eitthvað eins og þetta var alltaf að gerast og hún var vön því.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!