KVENNABLAÐIÐ

Þetta gerist þegar 8 milljónir manns fylgja þér á Instagram …

Hvaða markaðsmanneskju dreymir ekki um að halda úti aðgangi sem telur yfir milljón fylgjendur á Instagram? Hvað með átta milljónir fylgjenda? Hugsið ykkur bara markhópinn, máttinn sem fólginn er í hverri deilingu og hverju má áorka á einungis fáeinum mínútum með svo marga fylgjendur?

Réttindum fylgja þó skyldur, eins og vitur maður mælti einhverju sinni. Að halda úti vinsælum Instagram aðgangi sem telur 8 milljónir fylgjenda er allt annað en auðvelt; athugasemdirnar og tilkynningarnar sem flæða inn með hverri einustu ljósmynd eru nær endalausar.

Ef þú trúir ekki ofangreindu, skaltu skoða myndbandið sem Demy De Zeeuw, sem heldur úti vinsælum fótboltaaðgangi á Instagram – sem ber einfaldlega heitið 433, deildi á Facebook nú um helgina.

Myndbandið er næstum hrikalegt á að líta og sýnir hundruðir athugasemda streyma inn rétt eftir að Demy hafði deilt áhugaverðri ljósmynd á samskiptamiðlinum. Reyndar er ótrúlegt að síminn skuli hreinlega ekki springa og bræða úr sér við álagið, en iPhone-inn virðist standa af sér flóðið mikla.

Að því sögðu er rétt að benda á að Instagram aðgangur Taylor Swift telur yfir 62 milljónir fylgjenda og reiknið nú …

 

When you post epic content on instagram.com/433 8 million followers, this is how your pushnotification will look like.. ☕?

Posted by Demy de Zeeuw on Sunday, January 10, 2016

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!