KVENNABLAÐIÐ

Twitter leyfir brátt 10.000 bókstafi í stað 140 eins og raunin er í dag

Twitter tekur breytingum ekki síðar en í mars á þessu ári, ef marka má yfirlýsingu Jack Dorsey, forstjóra og meðstofnenda miðilsins. Breytingarnar verða í stærri kantinum, ef marka má loforð stjórnarinnar; að gera notendum kleift að skrifa 10.000 bókstafi í stað 140 bókstafa eins og raunin er í dag.

Verði af breytingunum, er næsta víst að fleiri muni nýta sér miðilinn og markhópurinn muni breikka, en sjálfur segir Jack að ætlunin hafi aldrei verið að takmarka bókstafafjölda svo mikið eins og raunin varð. Ætlunin með 140 stafa takmörkunum hafi einfaldlega tekið mið af 160 hámarksfjölda bókstafa sem rúmast í stökum SMS skilaboðum.

Enn bíða miðlar eftir formlegri yfirlýsingu frá höfuðstöðvum Twitter, sem enn hefur ekki borist en hér að neðan má sjá tíst forstjóra Twitter, þar sem hann ræðir ástæður þess að einungis er hægt að tísta í 140 bókstöfum og hvers vegna samskiptamiðillinn er að endurskoða þær takmarkanir:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!