KVENNABLAÐIÐ

Þú sofnar ALLS STAÐAR í þessari uppblásnu hettupeysu! Rakin snilld!

Ferðalangar, fjölskyldufólk og aðrir örþreyttir! Takið gleði ykkar, því á markað kemur brátt dásamleg hettupeysa með innbyggðum höfuðpúða sem hægt er að blása upp og taka loftið úr að vild – allt í þeim tilgangi að gera notandanum kleift að taka fegurðarblund.

Meistaraverkið ber heitið Hypnos Sleep Hoodie og gerir ferðalagið, hádegisverðinn eða einfaldlega biðina á bókasafninu að ljúfasta blundi; allt sem þarf er að blása litla innbyggða koddann í hettunni upp og sjá – kominn er stuðningur við hnakkann.

Eins og segir að ofan kemur hettupeysan á markað innan skamms, eða í mars á þessu ári, en hægt er að forpanta dýrðina gegnum Kickstarter ef hraðinn er hafður á, því fjáröflunin hefur farið fram úr vonum björtustu manna og eru einungis u.þ.b. tveir sólarhringar tl stefnu.

Þannig getur þú krækt í eintak fyrir litla 49 bandaríkjadali, sem nemur ca. 6.400 íslenskum krónum, en þá er sendingarkostnaður til Íslands ekki meðtalinn. Margir vilja augljóslega eignast uppblásna hettupeysu sem ruggar þér í svefn, því hönnunarteymið lagði upp með 30.000 bandaríkjadala markmið (3.900.000 íslenskar krónur) en þegar þetta er ritað, hafa tæplega 295.000 bandaríkjadalir safnast til framleiðslunnar, eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna.

Hver vill ekki leggja sig á löngum lestarferðum eða dorma á bókasafninu í friði?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!