KVENNABLAÐIÐ

Ríflega helmingur einstæðra foreldra hættulega vansvefta – Rannsókn

Loks kom að því; þó flestar rannsóknir sem snúa að högum einstæðra foreldra einblíni á hag barna eru rannsakendur farnir að snúa augum að velferð foreldranna í auknum mæli og þykir sennilega einhverjum tími kominn til.

Þannig sýndi nýleg rannsókn sem tók á svefnvenjum foreldra og framkvæmd var af Heilbrigðiseftirliti Bandaríkjanna í samvinnu við Miðstöð forvarna og heilbrigðistölfræði þar í landi að einstæðir foreldrar og þá sérstaklega einstæðar mæður, fá slakasta nætursvefninn og hvílast verst. Bornar voru saman svefnvenjur einstæðra foreldra og giftra para með börn og svo einnig fullorðinna, barnlausra einstaklinga. Í ljós kom að einstæðir foreldrar sem búa með ólögráða börnum sínum sofa skemur að nóttu, eiga í meiri erfiðleikum með að festa svefn og streða við að halda sér vakandi. Þá vakna einstæðir foreldrar sjaldnast úthvíldir að morgni.

Rannsóknin, sem er fyrsta sinnar tegundar á vegum stofnanna tveggja er talsvert viðameiri en fyrri svefnrannsóknir og köfuðu rannsakendur köfuðu talsvert djúpt. Allflestar svefnrannsóknir hafa til þessa snúist um gæði svefnsins; hversu vel þáttakendur hvíldust, í stað þess að grandskoða lengd nætursvefns meðal ólíkra einstaklinga. Þá þykir tími til kominn að rannsaka fyrrgreindan hóp, þar sem einstæðum foreldrum hefur fjölgað mjög undanfarin ár.   

568c27bf1f0000b201e9d033
Skjáskot: CDC/NCHS, NATIONAL HEALTH INTERVIEW SURVEY, 2013€“2014

Svona sofa einstæðir foreldrar: Ríflega 43% einstæðra mæðra njóta ekki þeirrar ánægju að hvílast u.þ.b. 7 klukkutíma á hverri nótt, meðan einungis 31% giftra kvenna þurfa að sættast á svo lítinn svefn. Þá fellur talan enn þegar um barnlausar konur er að ræða, en tæp 30% kvenna sem ekki eru mæður og tóku þátt í rannsókninni, fá svo lítinn svefn að nóttu. Einstæðir feður sofa örlítið betur en einstæðar mæður, en tæplega 38% þeirra sofa skemur en sjö tíma á hverri nóttu.

Einstæðar mæður sofa verst: U.þ.b. 24% einstæðra mæðra sögðust eiga í erfiðleikum með að festa svefn, meðan 28% sögðust vakna oft upp að nóttu. Ríflega helmingur þáttakenda úr hópi einstæðra mæðra sögðust ekki vakna upp úthvíldar að morgni og fundu enn til þreytu þegar þær opnuðu augun.

Að því sögðu fara einstæðir feður ekki varhluta af skertum svefngæðum, samanborið við gifta og barnlausa einstaklinga, en þó er ekki um jafn skarpan mismun að ræða ein sog þegar einstæðar mæður samanborið við giftar konur eiga í hlut.

CDC/NCHS, NATIONAL HEALTH INTERVIEW SURVEY, 2013€“2014.
Skjáskot: CDC/NCHS, NATIONAL HEALTH INTERVIEW SURVEY, 2013€“2014.

Rannsakendur segja líffræðilegar orsakir geta legið að baki ólíku svefnmynstri kynjanna, en konur eiga yfir höfuð erfiðara með svefn en karlar og er orsökin talin vera flókið samspil hormóna vegna meðgöngu, tíðahringsins og jafnvel breytingaskeiðsins. Þannig sýndi rannsóknin einnig fram á að giftar konur fengu iðulega jafn langan nætursvefn og makar þeirra en að þær hvíldust verr að nóttu, en giftar mæður lágu oftar andvaka, rumskuðu oftar að nóttu og vöknuðu mun þreyttari að morgni en eiginmenn þeirra.

Rannsóknin þykir marka þáttaskil, þó ekki hafi verið gert upp á mili einstæðra foreldra sem fóru með fullt forræði yfir börnum sínum og þeim foreldrum sem deila umgengni með hinu foreldrinu; aukinn skilningur á því álagi sem fylgir því að vera eina fyrirvinna heimilisins hefur færst í aukana, að ekki sé minnst á þá ábyrgð sem er fólgin í því að ala börn sín upp einsamall.  Því eru rannsakendur farnir að beina augum sínum að nætursvefni foreldra í auknum mæli, þó ekki væri til annars en að tryggja velferð fjölskyldunnar.

Lesa má nánar um rannsóknina sjálfa HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!