KVENNABLAÐIÐ

Þessi 10 áhugamál örva heilann og munu gera þig gáfaðri

Það virðist sem almennur skilningur sé á því að það er ekki margt sem við getum gert til að auka á gáfurnar. Það er eins og fólk trúi því að hvort sem þú ert gáfaður eða ekki að það hafi verið ákveðið við fæðingu og þú getur ekkert gert til að breyta því.

Hins vegar, þá eru þetta allt saman ranghugmyndir. Þó sumir haldi að þeir séu þeim skilyrðum háðir að geta ekki aukið á gáfur sínar þá eru ótal hlutir sem hægt er að gera til þess eins að auka þær.

Hér fyrir neðan er upptalning á því sem getur hjálpað flest öllum að auka á gáfur og virkja heilann betur. Öll þessi atriði hafa verið rannsökuð vísindalega ásamt því sem að tilraunir voru gerðar og eru þessar ráðleggingar því studdar af vísindageiranum.

1. Að spila á hjóðfæri

Confucious sagði fyrir löngu síðan að tónlist dregur fram allskyns ánægju sem mannkynið getur ekki verið án. Tónlist örvar heilann og hefur þetta einnig verið staðfest með rannsóknum.

Tónlist hefur þau áhrif að vekja upp flóknar tilfinningar. Margir vísindamenn hafa sýnt fram á að það eitt að hlusta á tónlist eða spila á hljóðfæri geti aukið á afkastagetu minnis.

Að spila á hljóðfæri kennir þér einnig þolinmæði því það tekur tíma að læra. Einnig skerpir þetta einbeitinguna.

2. Að lesa mikið

Að lesa er afar gott fyrir gáfurnar en það þarf að lesa allskyns bækur, skáldverk, ævisögur og allskyns safnrit.

Lestur dregur úr stressi, gefur þér tækifæri á að upplifa allskyns tilfinningar og í leiðinni kennir þér eitt og annað um það sem þú ert að lesa.

3. Regluleg hugleiðsla

Ávinningur þess að hugleiða er að hjálpa þér að einbeita þér að þínu innra sjálfi. Hugleiðsla dregur einnig úr stressi og fjarlægir allskyns óþarfa áhyggjur.

Þegar hugurinn er í ró eftir hugleiðslu þá áttu mikið betra með að læra, hugsa og plana hluti.

4. Æfingar fyrir heilann

Það þarf að æfa heilann alveg eins og líkamann til að hann sé í góðu formi, þ.e heilinn. Gott er að ögra heilanum með því að gera nýja hluti sem auka á getu hans til að halda þér skörpum.

Það er hægt að æfa heilann á marga vegu. Má nefna t.d sudoku, pússluspil, borðspil og gátur. Allt þetta hjálpar heilanum að mynda ný tengsl.

5. Hreyfðu þig oft

Heilbrigður líkami stuðlar að heilbrigðum heila. Því eftir allt saman þá er heilinn eins og hver annar vöðvi í líkamanum. Að hreyfa sig reglulega gerir það að verkum að heili og líkami virka rétt. Einnig dregur hreyfing úr spennu og þú sefur betur.

Læknar eru sammála um að þeim mun betra blóðstreymi til heila þeim mun betur virkar hann.

6. Lærðu nýtt tungumál

Að læra nýtt tungumál er ekki alltaf auðvelt verkefni en þú getur verið viss um að það virkjar heilann betur og eykur á gáfurnar.

Þeir sem tala fleiri en eitt tungumál eru oftar en ekki betri í að leysa vandamál og taka mikilvægar ákvarðanir.

7. Skrifaðu niður þínar tilfinningar

Það er mikill ávinningur í því að skrifa, t.d eykur það á gáfurnar. En skriftir hjálpa þér einnig að einbeita þér betur, ímyndunaraflið verður frjórra og sköpunargáfan eykst.

Rithöfundar eru yfirleitt taldir til gáfumanna. Það má skrifa eitt og annað. Þú getur … LESA MEIRA: 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!