KVENNABLAÐIÐ

Gullfalleg leyniíbúð í miðjum Eiffelturninum er best geymda leyndarmál Parísar

París, höfuðborg elskenda, geymir ófá leyndarmálin; allt frá katakombunum sem AirBnB bauð út til næturgistingar á sjálfa Hrekkjavöku og lúxusíbúðarinnar sem lúrir í sjálfum Eiffel turninum.

Einmitt. Eiffelturninn er ekki allur þar sem hann er séður; reyndar er þessi listasmíði svo margslungin að enn eru að koma í ljós leynd skúmaskot sem hönnuður gerði ráð fyrir og hafa vart komið fyrir augu almennings allt frá árdögum helsta kennimerkis Frakklands, sem reis árið 1889.

Vaxmyndastytta af Gustave prýðir íbúðina í dag
Vaxmyndastytta af Gustave prýðir íbúðina í dag

Það var arkitektinn Gustave Eiffel sem hlaut þann heiður að mega hanna sjálfan turninn og byggði hann inn í risavaxna smíðina sem gnæfir yfir alla höfuðborg Frakklands, leynilega íbúð sem hann ætlaði sér sjálfum, en íbúðin sjálf er á þriðju hæð eða í nær 300 metra hæð yfir Champ Du Mars og leikur enginn vafi á því að útsýnið er nær ójarðneskjulega fagurt.

Mögnuð ljósmynd af leyniíbúðinni / Ljósmynd: Cosmo
Mögnuð ljósmynd af leyniíbúðinni í sinni upprunalegu mynd

Smá er íbúðin í sníðum og segja einhverjir að rýmið líkist meira vinnuherbergi, en Eiffel lét ferja glæst viðarhúsgögn upp í turníbúðina, veggirnir voru klæddir með litríku veggfóðri og tígurlegt píanó trónir í miðju rýmisins. Einnig er að finna örsmáa rannsóknar- og vinnustofu í íbúðinni, sem enn er útbúin háþróuðustu tækni þess tíma er var við lýði þegar turninn reis fyrir hartnær 130 árum.

Gífurlega fallegt er um að litast í afdrepi Gustave Eiffel
Gífurlega fallegt er um að litast í afdrepi Eiffel sem trónir í tæplega 300 metra hæð

Litla íbúðin í Eiffelturninum, sem skírður er í höfuðið á skapara sínum, Gustave, hefur þó aldrei verið opin almenningi. Það sem meira er, ekki einu sinni franska elítan hefur notið útsýnisins yfir höfuðborg ástarinnar. Þegar yfirstéttin komst á snoðir um leyniathvarf Gustave, grátbáðu ófáir arkitektinn sérlundaða um að fá að njóta dagstundar í leyniathvarfinu en allt kom fyrir ekki. Háar fúlgur fjár sem ýmsir buðu fram fyrir dagleigu voru ekki boðlegar vísindamanninum. Gustave gaf engum færi á að njóta dýrðarinnar og sat sem fastast á eigin sköpunarverki. Enginn skyldi opna dyrnar nema hann sjálfur.

H A L L O W E E N: AirBnB leigir út HRYLLILEGT gistirými í frönsku katakombunum í París

Enn þann dag í dag, 92 árum eftir andlát Gustave, gæta verðir Eiffelturnarins best geymda leyndarmáls Parísarborgar eins og sjálaldri auga síns og hafa örfáir stigið fæti inn í guðdómlegt athvarf Eiffel. Íbúðin er þó örsjaldan til sýnis fyrir valda einstaklinga og þá einungis í skamman tíma í einu.  

Hrífandi, ekki satt og fyllilega vert að hafa í huga næst þegar leiðin liggur til Parísar.   

Nánari upplýsingar: Atlas Obscura

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!