KVENNABLAÐIÐ

H A L L O W E E N: AirBnB leigir út HRYLLILEGT gistirými í frönsku katakombunum í París

Enginn hefur nokkru sinni komist lifandi frá einu hryllilegasta gistiboði sem AirBnB býður upp á að þessu sinni, en ferðasíðan festi kaup á gistirými í frönsku katakombunum þetta árið og borgaði offjár fyrir.

Engum sögum fer af því hverjir hrepptu viðurstyggilegt gistirýmið, sem vefsíðan borgaði frönskum borgaryfirvöldum í París morðfjár fyrir og efndi til samkeppni á vefsíðu sinni fyrir skemmstu. Innifalið er uppábúið rúm fyrir tvo, kvöldverður við kertaljós, einkatónleikar og dýrindis morgunverður frammi fyrir aragrúa hauskúpna með dauðar tóftir.

5276

Um sex milljónir framliðinna hvíla lúin bein í frönsku katakombunum sem liggja þvers og kruss undir París en grafhýsið, sem teygir sig þvert undir borgina endilanga er einn af hrottafengnari og um leið vinsælli áfangastöðum ferðamanna.  

Þeir lánsömu gestir sem hreppa gistivinning AirBnB, fá að sögn ferðasíðunnar einkaleiðsögn um katakomburnar, þar sem sérfræðingur í sögu katakombanna segir hrífandi og ógeðfellda sögu grafhýsisins, en parið sem gistir í franska grafreitnum í nótt verða einu lifandi einstaklingarnir sem hafa nokkru sinni lokað augunum í katakombunum að kvöldi dags og opnað þau að nýju daginn eftir.

ad_183654885-e1444202736745

Þá er komið á hreint að AirBnB greiddi 350.000 evrur fyrir gistirýmið – sem samsvarar 50 milljónum íslenskra króna – fyrir sólarhrings leigu á katakombunum, sem eru opnar almenningi á völdum tímum sólarhringsins og er gætt vandlega af lögreglu og öryggisvarðasveit.

1760

Tilvist katakombanna í París má rekja aftur til miðbiks átjándu aldar þegar lík voru grafin upp úr moldu og flutt úr kirkjugörðum Parísar í kjölfar ákvörðunar borgaryfirvalda, sem töldu sig hafa heilsu Parísarbúa að leiðarljósi og sögðu að franskir kirkjugarðar væru ekki hollir almennri heilsu lifenda.

Þannig töldu heilbrigðisyfirvöld á þeim tíma að rotnandi líkin yllu því að vínið skemmdist og mjólkin súrnaði fyrr en ella.  Matur lægi undir skemmdum þar sem nályktin væri eitruð og rotnandi líkin yllu því að gæði veitinga voru lakari. Voru allir mögulegir heilsukvillar ritaðir á rotnandi líkin í kirkjugörðum og lá svarið í augum uppi; kirkjugarðana bæri að hreinsa og líkin yrðu að hverfa. 

978x

Úr varð að katakomburnar risu 20 metrum undir yfirborði jarðar, en um er að ræða risavaxin neðarjarðargöng sem eru u.þ.b. 2 kílómetrar að lengd, en ranghalarnir og krókarnir eru nær endalausir. Merkilegt nokk, en fleyg orð um líf og dauða má meðal annars lesa meðfram beinahrúgum og hauskúpubingjum:

Líttu svo á, þegar þú vaknar að morgni – að þú lifir jafnvel ekki fram á kvöld og þegar fram á kvöld er komið, skaltu ímynda þér að þú munir ekki lifa nóttina af.

screenshot-metrouk2.files.wordpress.com 2015-10-31 20-05-46

Í þeim hluta sem snýr að lýsingu á gistirýminu á vefsíðu AirBnB segir að næturgestum beri að virða katakomburnar rétt eins og um þeirra eigin gröf sé að ræða. Þó katakomburnar liggi u.þ.b. 20 metra undir jörðu; langt undir holræsa- og neðanjarðarlestarkerfi Parísarborgar laðar grafreiturinn u.þ.b. hundruðir þúsunda gesta að á hverju ári, en einnig hafa fáeinar kvikmyndir verið teknar upp í katakombunum og þar hafa tískusýningar einnig farið fram.

ad_183654945-e1444202650331

Fjármagnið sem AirBnB leggur nú fram svo tveir stálheppnir gestir megi gista – einir lifandi manna – í frönsku katakombunum sem liggja undir Parísarborg, nú í nótt – verður svo nýtt til að viðhalda katakombunum, en frekar má lesa um katakomburnar HÊR

@AirBnb

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!