KVENNABLAÐIÐ

Hello! – Celine Dion flutti tónlist Adele með tilþrifum í Las Vegas

Celine Dion sló öll vopn úr höndum tónlistarunnenda á nýársdag eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Dívan steig á svið í Las Vegas og tók metsölulag Adele, Hello, frammi fyrir troðfullum sal við dynjandi undirtektir.

Ótrúlegt en satt, þetta er ekki í fyrsta sinn sem Celine flytur tónlist Adele, en hún hefur áður tekið lagið Rolliing in the Deep og ekki er því að villast; söngdívurnar tvær eru heitir aðdáendur hverrar annarrar.

Mögnuð byrjun á nýju ári – hér er Celine í Vegas að flytja lag Adele:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!