KVENNABLAÐIÐ

Hvernig þú bætir minnið á 40 sekúndum!

Þú kannast eflaust við þá tilfinningu að hafa séð eitthvað fyndið í bíómynd, heyrt sniðugan brandara eða gott lag og hugsað: „Þetta ætla ég að muna.“

Svo líða jafnvel ekki nema fáeinar sekúndur og allt er gleymt. Þú manst kannski eitthvað af myndinni eða orðunum eða jafnvel ekki neitt.

Svo er meira að segja enn gremjulegra þegar maður man ekkert af stóru stundunum í lífi manns heldur. Það er samt til lausn við þessum vanda og hún gæti verið mun einfaldari en þú heldur.

Rannsókn sem framkvæmd var af Chris Bird í háskólanum í Sussex sýndi að allt sem þarf eru nokkrar sekúndur af þínum dýrmæta tíma og smá ímyndunarafl.

 

forget

 

Bird bað nokkra nemendur að liggja í heilaskanna og horfa á fyndin YouTube myndbönd – sem voru öll stuttar klippur. Um leið og helmingur hópsins var búinn að horfa á myndband var hann beðinn að staldra við í 40 sekúndur og hugsa um það sem hann hafði séð. Endurspila myndbandið í huganum og lýsa því fyrir sér sjálfum.

Hinn helmingurinn hélt bara áfram að horfa á næstu myndbönd í röð.

Bara með því að lýsa fyrir sér sjálfum gat fyrri hópurinn munað tvisvar sinnum fleiri smáatriði úr myndböndunum tveimur vikum seinna.

 

stopwatch

 

Heilaskanninn sýndi líka styrk minnisins í þátttakendum tveimur vikum seinna, heilavirkni var breytt í þeim nemendum sem lýstu atburðunum fyrir sjálfum sér. Einnig hjálpaði til við að ímynda sér senuna í einhverri annarri mynd – einn nemandi hugsaði um senuna og líkti persónu við James Bond, sem gerði hana enn eftirminnilegri.

Þannig: Viljir þú virkilega muna eftir einhverju sem skiptir þig máli, taktu mínútu eða svo í að lýsa því fyrir þér og ímynda þér eitthvað í kringum það – helst með ýktum hætti. Prófaðu þetta með einhverja hluti, skráðu þá niður og athugaði hvort þú manst eitthvað eftir tvær vikur!

Heimild: BBC Future

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!