KVENNABLAÐIÐ

Fallega ögrandi og ómeðhöndlaðar myndir af nýbökuðum mæðrum

Líf konu tekur varanlegum stakkaskiptum þegar hún verður móðir; allt breytist – viðhorf hennar til lífsins, upplifanir hennar af ástinni og líkamslögun hennar sjálfrar. Þannig er Môðir Náttúra einfaldlega úr garði gerð.

Það sem erfiðara er að eiga við, eru misskipt skilaboð auglýsingamiðla sem í sífellu senda nýbökuðum mæðrum þau linnulausu skilaboð að þær verði að ná fyrra formi sem fyrst. Þær verði að öðlast fyrri styrk, grennast með ógnarhraða og verða jafnvel þokkafyllri en áður.

mothersinunderwearwiththeirchildren-825x496

En af hverju? Af hverju ætti öllum konum að langa til að grennast í kjölfar barnsburðar? Af hverju beitir samfélagið konur svona miklum þrýstingi eftir barnsburð? Ættum við konur ekki fremur að vera stoltar af líkama okkar; örum, slitförum, mjúku og teygjanlegu hörundi – fyrir það eitt að hafa gengið með lítið kraftaverk í maganum í heila níu mánuði? Ættum við konur ekki fremur að vera hreyknar af því að hafa mótað litla lífveru, nært ófætt barn okkar og að lokum fætt það í heiminn?  

screenshot-www.mindbodygreen.com 2015-08-26 20-28-05

Ljósmyndarinn Liliana Taboas hefur einmitt beint sjónum sínum að þeim konum sem hér er vísað til; nýbökuðum mæðrum sem eru hreyknar af eigin líkama og fullar ástar ástar á litlum börnunum sínum, ljáðu þær þannig allar Liliönu lið og tóku þátt í verkefninu Divine Mothering.

screenshot-www.mindbodygreen.com 2015-08-26 20-27-33

Með því að ljósmynda mæðurnar sem hér má sjá á myndunum á nærfötunum einum fata meðan þær hjala og hlæja með börnum sínum, reynir Liliana þannig að fanga kjarna móðureðlisins á mynd og ögra viðteknum fegurðargildum um leið.

screenshot-www.mindbodygreen.com 2015-08-26 20-28-46

Í viðtali við heilsuvefinn Mind Body Green sagðist Lilana þannig vilja fanga ástina á filmu:

„Það er svo mikill ljótleiki á sveimi í veröldinni; líkamar kvenna hafa verið kynferðislega hlutgerðir, þarfir kvenna eru blásnar ut og gæddar veraldlegum falsljóma. Því langar mig að ráðast gegn.“

screenshot-www.mindbodygreen.com 2015-08-26 20-29-23

Engar ljósmyndanna sem hér má sjá hafa verið meðhöndlaðar í myndvinnslu og mæðurnar sem hér má sjá með börnum sínum afhjúpa líkama sína nær alveg fyrir linsunni, í þeim eina tilgangi að umfaðma áhrif meðgöngu og brjóstagjafar, í stað þess að hylja áhrif barnseigna alfarið.

screenshot-www.mindbodygreen.com 2015-08-26 20-30-57

„Líkamar kvenna eru musteri lífs, ástar, næringar, hlýju og blíðleika. Því langar mig að varpa fram í gegnum verk mín og endurheimta tígurleika og virðingu líkama mæðra.“

screenshot-www.mindbodygreen.com 2015-08-26 20-31-53

@Divine-Mothering

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!