KVENNABLAÐIÐ

Glútenfrí VEGAN hvítlaukspizza með kókosmjólk, sólþurrkuðum tómötum og fersku rósmarín

Þessi fislétta og kaloríusnauða VEGAN pizza ber forvitnilegan keim af kókosmjólk og hvítlauksgeirum, enda engin venjuleg uppskrift á ferð. Freistandi tilbreyting; hver vill enda ekki prófa kókosmjólkur- og hvítlaukssósu út á pizzuna? Með rósmarín og klípu af sjávarsalti, sólþurrkuðum tómötum og ferskum kryddjurtum?

Mjölið í pizzuna velur þú að sjálfsögðu eftir hentugleika enda snilldin ein að skipta út hveiti fyrir glútenfrítt að eigin vali. Langi þig hinsvegar að prófa glútenfría grænmetispizzu, en ert efins um hvaða mjöl er best að nota, leggjum við til að þú prófir mjölblönduna fengin er af heilsuvefnum WebMd:

GLÚTENLAUS MJÖLBLANDA TIL BAKSTURS:

1 ½ bolli brúnt hrísgrjónamjöl

1 ½ bolli kartöflumjöl eða maísmjöl

1 bolli tapíókamjöl

Hrærið mjölið vel saman og geymið á dimmum, þurrum stað. Þegar vigta á mjölið í uppskriftir á borð við brauðbakstur og pizzabotna, er notast við sömu mælieiningar og þegar um hefðbundið hveiti er að ræða.

Íðilfögur og freistandi heilsupizza:

mg_6158ed-web

Pizzabotn:

1 ½ tsk ger

2 msk sykur

1 bolli volgt vatn

1 tsk salt

2 msk + 1 msk + 1 msk ólívuolía

2 bollar mjöl að eigin vali í deigið sjálft + 1 bolli af mjöli í hnoðið

1 msk fínsaxað ferskt rósmarín

mg_6163ed-web

Hvítlauks og kókossósa:

6 ferskir hvítlauksgeirar

½ bolli kókosmjólk

¼ tsk salt

Tillaga að áleggi:

½ bolli smátt skornir sólþurrkaðir tómatar í ólívuolíu

1 tsk fínt skorið og ferskt rósmarín

mg_6161ed-web

Byrjið á því að hræra gerið og sykurinn saman í lítilli skál; bætið volgu vatninu smám saman við og hrærið vel saman. Leyfið blöndunni að standa í tíu mínútur, eða þar til froða byrjar að myndast á yfirborðinu. Blandið nú salti og 2 msk af ólívuolíu saman við blönduna. Hrærið nú hveitið varlega saman við og bætið fersku rósmarín út í blönduna þar til deigið fer að formast og verður mjúkt og meðfærilegt.

ATH: Ef deigið er of límkennt er þér alveg óhætt að bæta örlitlu hveiti við.  

Sáldraðu nú hveiti á hreint hnoðbreitti eða vel hreina borðplötu og veltu deiginu úr skálinni og ofan á hveitið á hnoðplötunni. Leyfðu deiginu að lyfta sér í u.þ.b. eina mínútu. Láttu nú eina msk af ólívuolíu drjúpa ofan í stóra, tandurhreina skál. Flyttu nú deigið ofan í skálina og hnoðaðu deigið ofan í skálinni sjálfri þar til það er orðið jafnt og þétt. Breiddu nú rakt viskastykki yfir deigið og leyfðu deiginu að hefast í u.þ.b. 2 klst eða þar til deigið er orðið tvöfalt að stærð. Breiðið út deigið og hnoðið í hæfilega stóran botn.

mg_6160ed-web

Forhitaðu nú ofninn í 230 gráður og taktu fram sólþurrkuðu tómatana, láttu mestu olíuna drjúpa af þeim og láttu þá til hliðar. Léttbrúnið hvítlauksgeirana í 1 msk af ólívuolíu á meðalhita á lítilli pönnu þar til þeir fara að brúnast örlítið. Hakkaðu hvítlauksgeirana saman við kókosmjólkina og saltið í matvinnsluvél eða með töfrasprota.

Hellið nú hvítlauks og kókosmjólkurblöndunni jafnt yfir hnoðaðan botninn og bætið sólþurrkuðum tómötunum ásamt smátt skornu, fersku rósmarín ofan á. Bakið við 230 gráðu hita í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til skorpan er orðin fallega brún á lit.

Leyfið pizzunni að kólna örlítið áður en hún er skorin í sneiðar. Berið fram og verði ykkur að góðu!

Uppskrift og ljósmyndir eru fengnar HÉÐAN

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!