KVENNABLAÐIÐ

HVERN hefði grunað: „Það var ÉG sem lék sólina í TELETUBBIES!“

Skríkjandi sólin sem birtist í upphafi vinsælu barnaþáttana Teletubbies, eða Stubbana eins og þeir nefnast upp á íslensku, hefur loks stigið fram, en stúlkan er orðin nær fullorðin og leggur stund á nám í breskum háskóla.

Jess Smith var aðeins níu mánaða gömul þegar hún lék lítið hlutverk í þáttunum, sem skiluðu henni slíkum vinsældum að hún varð heimsfræg. Þetta var í marsmánuði 1997, en ástæða þess að Jess hefur loks stigið fram er sú að BBC hyggur nú á endurgerð Stubbana og mun framleiða 60 nýja sjónvarpsþætti innan tíðar.

screenshot-www.telegraph.co.uk 2015-08-23 10-53-28

Jess var valin úr hópi umsækjenda til að horfa skríkjandi yfir Teletubbyland eða Stubbaland meðan Tinky-Winky, Dipsy, Laa Laa og Po léku sér á jörðu niðri, en Jess sagði loks sannleikann þegar vika var liðin af kristilegu háskólamóti á vegum Canterbury Christ Church. Nemendur voru hvattir til þess að segja frá einhverju sem öðrum gæti aldrei rennt í grun og við það tækifæri steig Jess fram og sagði einfaldlega:

Ég er sólin sem hlær í upphafi Teletubbies þáttana.

Sjálf sagði Jess að feimnin hefði næstum borið hana ofurliði en útskýrði þó:

Mér fannst eins gott að segja þeim bara hver ég er, þar sem ég á eftir að eyða næstum þremur árum með þessum fólki.

screenshot-www.telegraph.co.uk 2015-08-23 10-56-15

Jess leggur stund á dans í háskólanum og deildi því næst fréttunum á Facebook, þar sem hún sagði:

Ég hélt nýlega upp á 19 ára afmælið mitt og eftir vandlega umhugsun hef ég ákveðið að segja umheiminum hver ég er. Ég hef haldið þessu leyndu fram til þessa dags, en eftir hvatningu og stuðning frá skólafélögunum mínum í háskólanum, hef ég ákveðið að segja sannleikann. Ég er sólin í Teletubbies þáttunum. Ég veit að margir hafa látið eins og þeir væru sólin, en það er lygi – ÉG er sólin og get sagt ykkur hvað raunverulega gerðist. Ég ein veit sannleikann.

Jess var valin úr hópi fjölmargra barna vegna þess hversu brosmild hún var, en það var heilbrigðisstarfsmaður í ungbarnaeftirliti sem kvað upp úrskurðinn, eftir að móðir hennar hafði farið með barnið í vigtun og mælingu á Edenbridge spítalanum. Anji Smith, sem er 44 ára gömul, hafði því enga hugmynd um hvað stæði til þegar hún mætti með barnið til skoðunar einn ágætan dag árið 1996.

Þetta var skemmtileg uppástunga, en mig grunaði aldrei hversu vinsælir þættirnir ættu eftir að verða. Þáttakan var bara skemmtileg tilbreyting frá hversdagsleikanum, henni var hagrætt fyrir framan myndavél og þarna hló hún bara og brosti að pabba sínum. Við heyrðum ekkert frá útgáfufyrirtækinu fyrr en hún var orðin 18 mánaða gömul, en þá fengum við bréf frá Ragdoll Productions þar sem okkur var sagt að hún hefði verið valin til að birtast í þáttunum. Það var alveg ótrúlega skrýtið að sjá dóttur okkar í sjónvarpinu.

screenshot-www.telegraph.co.uk 2015-08-23 11-00-35

Jess var komið fyrir í háum stól fyrir upptökuna svo hægt væri að mynda hana horfa niður á við, rétt eins og sólin sjálf. Faðir hennar, Bill sem er flutningamaður og er orðinn 49 ára gamall, fékk litlu stúlkuna til að hlæja og skríkja með því að fíflast með loðinn bangsa á bak við myndavélina.

Engan gat órað að ungbarnahlátur Jess yrði jafn vinsæll og raunin varð, né heldur að þættirnir ættu eftir að slá algerlega í gegn og þar af leiðandi fékk Jess aðeins 50.000 íslenskar krónur að launum og fékk leikfangakassa til að taka með heim.

/ Telegraph

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!