KVENNABLAÐIÐ

Stórbrotið drónamyndband af náttúru Íslands vekur athygli

Heillandi myndband af náttúru Íslands, þar sem dróni fangar stórbrotna fegurðina, hringsólar nú á vefnum og hefur vakið talsverða athygli fyrir myndgæði, viðfangsefnið sjálft og svo draumi kennda sviðsmyndina. Það er vefritið Fstoppers sem birtir myndbandið ásamt fleiri myndbrotum eftir ferðaljósmyndarann Elia Locardi, sem hefur m.a. atvinnu af því að ferðast um heiminn og fanga náttúrufegurð á filmu.

Dansandi norðurljós og hryssingslegir fjallakambar, hvítfissandi fossar og hrikalegir íshellar eru meðal þess sem ber fyrir augu í myndbandinu hér að neðan og er magnað með að fylgjast. Hér má sjá umfjöllun Fstoppers um verk Elia en það náttúrufegurð Íslands sem á orðið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!