KVENNABLAÐIÐ

Óhugnanleg drónamynd sýnir sundurlimaðan fíl af völdum veiðiþjófa

Þessi loftmynd sýnir ógeðfelldan raunveruleika veiðiþjófnaðar þar sem sundurlimaður fíll sem drepinn var vegna fílabeinsins liggur á afrískri grund í Botswana.

Auglýsing

Sjá má að höfuð fílsins og rani eru enn sjáanleg sem náðist á dróna er flaug yfir.

Til að ná rananum og skögultönninni af notuðu þjófarnir keðjusög.

fill in

(hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri) 

Veiðiþjófnaður færist í aukana bæði í Botswana sem og í mörgum fleiri Afríkuríkjum. Í Botswana hefur veiðiþjófnuðum fjölgað um nær 600% frá árunum 2014-2018 og hræ finnast í tuga- og hundruðatali í norðanverðu landinu.

Auglýsing

Dróninn er í eigu verðlaunaleikstjórans Justin Sullivan sem framleiðir heimildarmyndir. Sýnir hún óhugnanlegan raunveruleika eftir að Botswana ákvað að aflétta veiðibanni á fíla.

Keppir myndin í hinni virtu ljósmyndakeppni Andrei Stenin International Press Photo Contest, en verðlaunin verða veitt í september.

Veiðiþjófur að selja fílabein
Veiðiþjófur að selja fílabein

Justin, sem er 28 ára frá Cape Town í Suður-Afríku, var að mynda fyrir einkafyrirtæki í norðanverðu Botswana þegar hann heyrði landverði tala um fílinn sem veiddur var í óleyfi: „Þeir sögðu að fíll hefði verið veiddur og ég bað um að fá að vera tekinn á staðinn. Þá notaði ég drónann til að taka myndirnar.”

fill2

Myndina sem um ræðir kallar hann „Disconnection” en það vísar í að sjónahorn myndarinnar sýnir allt annað en það sem þú myndir sjá á jörðu niðri: „Þetta háa sjónarhorn sýnir einangrun og ekki bara aftenging líkama dýrsins heldur líka aftenging við ástandið.”

Justin hefur fengið mikið viðbrögð við myndinni: „Fólk hefur haft blendnar tilfinningar – bæði reiði og sorg, sérstaklega í ljósi afléttingu veiðibannsins í Botswana, en hún hefur einnig vakið upp umræður um hvernig hægt sé að koma á sjálfbærum fílabúskap og leysa vistfræðilegan vanda.”

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!