KVENNABLAÐIÐ

Covergirl gerir Star Wars snyrtivörulínu!

Nördastelpur heimsins fagnið! Covergirl mun gefa út nýja snyrtivörulínu innblásna af Star Wars veldinu!

Línan mun koma í verslanir fyrir frumsýningu sjöundu Star Wars myndarinnar The Force Awakens og vera byggð upp á sex mismunandi persónum úr Star Wars heiminum.

Fyrstu tvö lúkkin sem hafa verið birt kallast „Droid“ og „Stormtrooper“:

Mynd 1
Droid lúkkið er ljóst og gyllt
mynd 2 (2)
Stormtrooper lúkkið er hinsvegar dekkra og dularfyllra

Snyrtivörulínan sem var hönnuð af förðunarfræðingnum Pat McGrath mun innihalda:

mynd 3 (2)

mynd 4 (2)
6 varaliti með fallegri sanseringu
mynd 5
3 háglans naglalökk
mynd 6
5 vatnshelda maskara með tilvitnunum í góðu hlið máttarins (e.light side of the force)
mynd 7
Og síðast en ekki síst, 5 venjulega maskara með tilvitnunum í illu hlið máttarins (e.dark side of the force)

Fyrir utan það hvað snyrtivörurnar eru fallegar eru umbúðirnar alveg sjúkar! Það eina sem myndi gera þær ennþá betra væri ef varaliturinn eða maskarinn gæti breyst í lítið geislasverð, en það er kannski til of mikils ætlast.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem snyrtivörurisi á borð við Covergirl leitar að innblástri á hvíta tjaldinu. Covergirl hefur áður gert línu byggða á Hunger Games þríleiknum og MAC hefur gefið út línur innblásnar af Malificent og Öskubusku.

mynd 8

mynd 9 (1)

Þessar línur hafa rokið út eins og heitar lummur og er líklegt að Star Wars línan verði engin undantekning þar á.

Covergirl hefur tilkynnt að línan muni fara í vefsölu 4.september en í búðir í Bandaríkjunum um miðjan september. Nú er bara að krossa allar fingur og tær að við á Fróni fáum tækifæri til að næla okkur í eintök úr þessari flottu línu.

COVERGIRL

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!