KVENNABLAÐIÐ

BLÓÐUGI Grænmetisborgarinn sem á eftir að breyta heiminum!

Nú hefur vísindamönnum í Kalíforníu tekist að búa til grænmetishamborgara sem smakkast eins og kjöt og það sem meira er að honum blæðir eins og glóðarsteiktum nautaborgara. Höfuðpaurinn er prófessor við Stanfordháskóla, Patrick O. Brown og honum hefur tekist að einangra bragðefni í plöntum sem er eins og það bragð sem er af blóði…

Hreint ótrúleg fæða!

En tilgangur Patricks er göfugur því kjötframleiðsla í heiminum hefur alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfi okkar fyrir nú utan að dýr líða kvalir mörg hver í uppvaxtar og slátrunarferlinu og það er ekki allir á eitt sáttir um það að kjötát sé yfirhöfuð gott fyrir manneskjur.

Fyrirtæki Patricks, Impossible Foods, hefur fengið 75 milljónir dollara fjárfestingu í frumkvöðlastarf sitt og það verður spennandi að fylgjast með uppgötvunum þess í framtíðinni.  Nýlega reyndi Google fyrirtækið að kaupa Impossible Foods fyrir 300 milljónir en þeir höfnuðu tilboði risans. Sjáið hér um hvað málið snýst:

The First Vegan Burger that ‘Bleeds’ like MeatThis is the product that Google wanted to buy for $300 million and just got denied…The first vegan burger that ‘bleeds’ like meat.

Posted by Best Video You Will Ever See on Tuesday, 4 August 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!