KVENNABLAÐIÐ

Desperados á Íslandi!

Ekki alls fyrir löngu kom nýr bjór í sölu í Vínbúðunum á Íslandi sem svo sem er ekki í frásögur færandi nema þessi bjór er afar sérstakur. Desperados er bjór með tekílabragði og vafalítið margir sem reka upp stór augu þegar þeir sjá það.

desperados2

Halló, tekíla í bjór er kannski ekki alveg það sem fólk sér fyrir sér. Hins vegar er það nú svo að þessi bjór, sem fyrst leit dagsins ljós árið 1995, hefur farið sigurför um heiminn og fæst nú í yfir 50 löndum. Ísland virðist ekki ætla að verða nein undantekning á því og móttökurnar hafa verið frábærar!

desperado1
Tekíla og bjór
Eins og þessi samsetning hljómar nú undarleg þá kemur hún ótrúlega flott út. Bjórinn er hár í áfengismagni eða 5,9% og sætur í bragði. Tekílabragðið er ekkert yfirþyrmandi og þarna má líka finna smá engifer og sítrustóna. Það er aðallega unga fólkið sem hefur tekið bjórnum fagnandi enda bjórinn stílaður inn á þá sem lifa lífinu og þykir gaman að skemmta sér í góðra vina hópi. Vegna þess hversu hár bjórinn er í áfengismagni er hann ekki ódýr en 33 cl flaskan kostar 384 kr. Þetta er örugglega partíbjórinn í ár!

desperado4

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!