KVENNABLAÐIÐ

„THIS IS SERIOUS…ég er að pipra!!!“

Ok, þessa grein get ég ekki skrifað undir nafni en Klara ritstjóri var svo elskuleg að leyfa mér að birta hana samt hér. Ég er 28 ára einstæð móðir og er búin að vera ein með stelpuna síðan ég var 22. Jú, hún fer til pabba síns aðra hvora helgi en ég á ekki stóra fjölskyldu og hef í raun enga aðstoð með stelpuna utan þess.  Ég er ekki að kvarta og ég er ekkert í sárum eftir skilnaðinn, er eiginlega bara drullufegin að hafa losnað úr þessu sambandi og þetta rúllar bara ágætlega hjá mér. Ég er með góða menntun og fína vinnu.

Ég verð að segja að ég er orðin hundleið á því að vera svona einstæð … ég er ekki að tala um að vera einstætt foreldri…ég er að tala um að eiga engan kærasta. Engan til að deila hlutunum með. Auðvitað eru vinkonurnar mínar frábærar og allt það en … þið vitið … maður sefur ekki hjá vinkonum sínum og þær koma ekki í stað kærasta.

Það er heldur ekkert gaman að vera alltaf þriðja hjól undir vagni…ég fór í útilegu með vinahópnum eina helgi í sumar og var sú eina sem gisti alein í tjaldi. Mér leið eins og hópstjóra…var vöknuð fyrst og eldaði kaffi fyrir alla. KRÆST.

Ok, ég prófaði að vera á Tinder og það er nú allskonar lið þar…ég var ekki fyrr búin að skrá mig inn fyrr en nokkrir gaukar poppuðu upp hjá mér og þar á meðal minn fyrrverandi … smá vandræðalegt og ég hugsaði með mér ok, smá byrjunarörðugleikar… en vitiði…ég var ekki að fíla þetta…voða mikið bara einhverjir gaurar að leita sér að easy fuck…afsakið orðbragðið.

Ég er að vinna á stórum vinnustað, þar sem ég er eiginlega með þeim yngri og enginn sem mér lýst á (og öfugt) og nei takk, ég fer ekki að halda við einhvern gamlan karl þó það hafi staðið til boða.

Ég er ekkert sérstaklega óvanalegt eintak, er í ágætis formi, er ekki með herðakistil, hef ágætan húmor, ek ekki um á vælubílnum (þó ég sé smá að væla hér). Má ég ekki vera með í þessu LOVE-GAME?

Ég veit hreinlega ekkert hvar ég á að leita. Hvar eru allir næsararnir?

Ég nenni ekki einhverjum vandræðagaurum með allt niðrum sig, skítblankir, sem búa heima hjá pabba og mömmu, sem hugsa ekkert um börnin sín, sem hafa flosnað upp úr skóla og halda að grasreykingar og playstation séu atvinna, sem halda að ég sé eitthvað take-out klukkan fjögur á næturnar, sem finnst smart að hringja í mann um miðja nótt þegar ÞEIR eru á djamminu…

Hvar eruð þið strákar?

p.s Ef þið sem lesið þennan pistil hafið einhver góð ráð megiði endilega setja komment hér að neðan.

THIS IS SERIOUS…ég er að pipra!!!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!