KVENNABLAÐIÐ

G L E Ð I G A N G A N: Rífandi þáttaka í GAYPRIDE göngunni á SEYÐISFIRÐI!

Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og þáttakan fór fram úr okkar allra björtustu vonum” svaraði Snorri Emilsson, ábyrgðarmaður Gleðigöngunnar á Seyðisfirði aðspurður en gangan var farin í dag klukkan 14.00 að staðartíma og var fjölmennt á götum úti.

„Það höfðu um fimmtíu manns meldað sig gegnum Facebook á viðburðarsíðu Gleðigöngunnar, en þegar upp var staðið tóku 150 manns þátt í göngunni” sagði Snorri jafnframt í símaviðtali – en þó er langt frá því að gleðinni sé lokið, þar sem dansinn mun duna fram á nótt á Seyðisfirði.

SMELLIÐ á myndina til að skoða sjálfa upptökuna:

SYKUR greindi frá Gleðigöngunni sem farin var samtímis því sem stóra gangan fór fram í Reykjavík, í gærkvöldi en það var Seyðisfjarðarpósturinn sem flutti upprunalegu fregnina og birti meðal annars stórskemmtilegt viðtal við Snorra sjálfan, þar sem snörp og lifandi saga Gleðigöngunnar á Seyðisfirði var rakin í stuttu og litríku máli.

Ljósmyndirnar og örmyndböndin sem hér má sjá voru teknar af Mána Dagsyni á Instagram og bera ljóst vitni um þá gleði og stolt sem ríkti á Seyðisfirði í dag, en í kvöld verður haldið Gleðidiskó á Kaffi Láru á Seyðisfirði og hefst ballið klukkan 10.00 í kvöld.

SMELLIÐ á myndina til að skoða sjálfa upptökuna:

 Ljósmyndir og myndbönd: manidags@Instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!