KVENNABLAÐIÐ

Tífalt fleiri þáttakendur í Gleðigöngu Seyðisfjarðar en vonir stóðu til í upphafi

Höfuðborgarbúar eru ekki einu sam, pan – og tvíkynhneigðu Íslendingarnir sem staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði í Gleðigöngunni sem farin verður í Reykjavík á morgun, laugardaginn 8 ágúst. Er þá enn óupptalið transfólk, interesex einstaklingar og aðrir hinsegin einstaklingar, ástvinir þeirra og fjölskyldur sem mörg hver munu ganga fylktu liði í nafni ástarinnar; til að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli í dag.  

Þannig verður Gleðigangan einnig gengin á Seyðisfirði á morgun og hefst gangan klukkan 14.00. Þó gangan verði eðli málsins samkvæmt með minna sniði en í Reykjavík verður eflaust glatt á hjalla, en Hinsegin dagar styrkja gönguna á Seyðisfirði í ár með skrautvarningi sem Snorri Emilsson, ábyrgðarmaður Gleðigöngunnar á Seyðisfirði mun leggja þáttakendum göngunnar til. Fjölmargir hafa boðað komu sína í Gleðigönguna á Seyðisfirði og er fjöldi þáttakenda þannig tífalt meiri en vonir stóðu til í upphafi.

Þetta og meira til kemur fram á fréttavef Seyðisfjarðarpóstsins þar sem bera má fræðandi og líflegt viðtal við Snorra sjálfan þar sem farið er ofan í saumana á stuttri en hrífandi sögu Gleðigöngunnar á Seyðisfirði og einnig hvers má vænta á morgun þegar að hápunkti Hinsegin Daga kemur loks.

Gestir stóru Gleðigöngunnar sem farin verður í miðbæ Reykjavíkur á morgun ættu að taka með sér regnhlíf, en útlit er fyrir rigningu ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Þetta kemur fram á vef mbl.is þar sem einnig má skoða veðurspá fyrir allt landið, en ef vænta má að rétt reynist falla sennilega nokkrir regndropar úr lofti á Seyðisfirði líka meðan á göngunni stendur.

Viðtalið við Snorra, sem birtist upprunalega á vef Seyðisfjarðarpóstsins má sjá hér að neðan – þess má einnig geta að upplýsingar um Gleðigönguna á Seyðisfirði má nálgast á Facebook – en snörp og skemmtileg saga Gleðigöngunnar þar í bæ er hrífandi og leikur enginn vafi á því að glatt verður á hjalla á morgun:

Forsíðumynd er tekin af vef Seyðisfjarðarpóstsins

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!