KVENNABLAÐIÐ

Leðurbuxur Lenny Kravitz RIFNUÐU á sviði í Stokkhólmi og GÖNDULLINN gekk út!

Æstir aðdáendur Lenny Kravitz fengu heldur meira en þeir óskuðu eftir á tónleikum rokkgoðsins síðastliðið mánudagskvöld í Stokkhólmi. Mynd náðist af atvikinu, sem er ótrúlegt og deildi aðdáandi samstundis skotinu á Twitter, en ljósmyndin – sem sjá má hér að neðan – gengur ljósum logum á netinu. 

Lenny, sem íklæddur var níðþröngum leðurbuxum á sviði tók skarpa dýfu í miðju lagi, kastaði sér niður á hnén og viti menn; leðurbuxurnar rifnuðu utan af goðinu og út úr buxunum óð veigamikill göndull mannsins – frjáls og óhindraður.

Ljósmyndina sjálfa má sjá neðar í grein:

screenshot-uk.eonline.com 2015-08-04 20-18-59

Hundruðir aðdáenda Kravitz urðu vitni að atvikinu og náði einn tónleikagesturinn ljósmynd af Lenny í miðri hnébeygju og birti á Twitter, þar sem ljósmyndin stendur enn uppi – en Lenny, sem orðinn er 51 árs gamall lét sér hins vegar ekki bregða heldur hélt ótrauður áfram að flytja lagið eins og sönnum fagmanni sæmir.

Aðdáandinn deildi einfaldlega myndinni á Twitter, sem sjá má hér að neðan með orðunum:

Lenny Kravitz’s #penis pops out onstage in Stockholm:

screenshot-twitter.com 2015-08-04 20-08-58
Ekki fylgir sögunni hvaða lag Lenny var að flytja þegar slysið varð, en Kravitz greip einfaldlega fyrir klofið, gekk í átt að tjaldabaki um leið og færi gafst og skipti í framhaldinu um buxur á milli laga – og hélt áfram tónleikahaldi, svellkaldur og yfirvegaður.

Svona eiga fagmenn að vera, en þvílíkt og annað eins slys!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!