KVENNABLAÐIÐ

15 atriði sem allir ástvinir KVENNA með KVÍÐARÖSKUN ættu að vita

Kvíði getur haft gífurlega alvarlegar afleiðingar, birtingarmyndir kvíða eru ótalmargar og oft getur verið erfitt að setja sig í spor þess sem upplifir kvíða. Kvíði fer ekki í manngreiningarálit og herjar jafnt á konur sem karla.

Þó er ákveðinn munur á tíðni kvíða meðal kynja og þannig sýna tölur að nær helmingi fleiri konur en karlar í Bandaríkjunum einum glíma við alvarlegan og viðvarandi kvíða. Þær tölur einar gefa nokkuð skýra mynd af því hversu alvarlegar kvíðaraskanir meðal kvenna geta orðið.

Nær ógerlegt er að útskýra hvernig er að lifa við viðvarandi kvíða fyrir þeim sem aldrei hefur upplifað tilfinninguna. En í nánasta umhverfi allra þeirra kvenna og karla sem glíma við viðvarandi kvíðaröskun er ástvini að finna, fólk sem myndi gera nær hvað sem er til að reyna að skilja hvað viðkomandi er að takast á við.

Hér, af þeim sökum, fara fimmtán staðreyndir sem allir kvíðasjúklingar þekkja og allir þeir sem elska einstakling sem glímir við viðvarandi kvíða ættu að vita:

#1 – Kvíði er líkamleg tilfinning:

Kvíðinn veldur herpingstilfinningu í brjóstholinu, þokukenndum hugsunum og við erum fyllilega meðvituð um hvern einasta andardrátt og þá vinnu sem liggur að baki því einu að soga súrefni ofan í lungun. Stundum er tilfinningin líkust því að örvæntingarfullt, lítið barn sem á í baráttu við neikvæðar tilfinningar sé innra með okkur og reyni af alefli að brjótast út úr líkamanum á okkur. Tilfinningin verður svo sterk þegar mest lætur að við getum ekki hunsað hana.

#2 – Kvíðatilfinningin er svo sterk að hún heltekur hugann:

Ein af ástæðum þess að kvíði er svo erfiður viðureignar eru líkamlegu einkennin og vanlíðanin. Kvíðinn getur ollið svo sterkum einkennum að við getum ekki hugsað um neitt annað.

#3 – Kvíðinn leiðir út í hendur, brjósthol, upp í höfuð, augun og magann og út í fingurgóma og tær:

Tilfinningin er gríðarlega sterk, yfirgænfir allt annað og þráir ekkert meira en að brjótast út úr líkamanum.

#4 – Kvíða er hægt að meðhöndla, en ekki *lækna*:

Jafnvel eftir margra ára meðferð er kvíðinn engu að síður enn til staðar. Kvíði getur verið krónískur og fáeinir viðtalstímar eru einfaldlega ekki nóg. Kvíða þarf að meðhöndla og umgangast á sama hátt og aðra ólæknandi sjúkdóma; með reglubundinni meðferð sem varir jafnvel svo árum skiptir. Meðferðin snýst ekki um að *lækna* kvíðann, heldur að láta fólki í té andleg verkfæri sem gerir þeim kleift að takast á við verstu sveiflurnar, en ekki að afmá kvíðann með öllu. Það er ekki hægt.

#5 – Viðtalstímar, líkamsæfingar og þunglyndislyf geta hjálpað:

Meðferð hvers og eins er þó einstaklingsbundin og taka verður mið af einstaklingnum. Það sem virkar fyrir einn þarf ekki að virka fyrir annan.

#6 – Stundum er kvíðinn rót dugnaðar, úthalds og elju:  

Að skila ritgerð eftir uppgefna dagsetningu? Gleyma að skila verkefni í vinnu? Að mæta ekki á fund sem við höfum lofað okkur á? NEI!

#7 – Kvíði getur verið frábært tæki til að takast á við hversdaginn:

Einmitt. Kvíði getur verið alveg gríðarlega sterkt og öflugt vopn í baráttunni við hversdaginn og sumir ganga svo langt að segja þá einstaklinga sem eru hvað verst haldnir af kvíða, vera mest líka ofurhetjum í daglegu lífi. Kvíðnir einstaklingar búa einnig yfir ríkari samkennd, eru oftlega meðvitaðri um þarfir umhverfisins og þá er auðvelt að hvetja áfram.

#8 – Við sýnum þér gríðarlegt traust með því að ræða kvíðann:

Geðraskanir eru enn sveipaðar fordómum og neikvæðum viðhorfum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að ræða kvíðann við annað fólk. Sem minnir okkur á næsta atriði …

#9 – Við erum ekki „klikkuð”:

Út með orðið úr orðabókinni! Klipptu það út! Bannið hugtakið KLIKKAÐUR. Einn, tveir og tíu. Hugtakið hefur löngum verið notað til að gera lítið úr hugsunum og þörfum kvenna, svo dæmi sé tekið. Það eru allir að takast á við eitthvað. Enginn er fullkominn.

#10 – Leyfðu okkur bara að gráta:

Í einlægni. Snýtur og hor og tár og allur pakkinn. Við þurfum að fá að gráta.

#11 – Við vitum vel að orsakir kvíðans eru óraunsæjar:

Já. Við erum fyllilega meðvituð um að dauða okkar ber ekki að í yfirgefnu húsi sem hefur verið hertekið af brjáluðum villiköttum; að við erum ekki að drukkna á þurru – hér og nú. Tilfinningin sjálf er bara svo yfirþyrmandi. Við ráðum ekki við hugsanaflæðið og ákveðnar aðstæður geta leyst svo sterk viðbrögð úr læðingi að líkaminn og taugakerfið fer einfaldlega á yfirsnúning. .

#12 – Ekki gera lítið úr okkur:

Leyfðu okkur bara að takast á við kvíðabylgjuna og leyfa henni að ganga yfir. Vertu bara til staðar og við hlið okkar meðan allt er að ganga yfir.

#13 – Stundum getur slakandi baknudd hjálpað:

Og stundum hjálpar það ekki neitt.

#14 – Þetta snýst ekki um þig:

Þetta snýst um okkur sjálf.

#15 – Við þurfum á þínum stuðningi og umburðarlyndi að halda:

Takk fyrir að vera til staðar. Þinn stuðningur skiptir meira máli en þú getur ímyndað þér.

Þýtt og staðfært: Huffington Post

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!