KVENNABLAÐIÐ

Bobbi Kristina, 22 ára gömul einkadóttir Whitney Houston, er látin

Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston heitinnar og söngvarans Bobbi Brown andaðist á sunnudagskvöld, einungis 22 ára að aldri, ríflega hálfu ári eftir að hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í bandaríska bænum Roswell.

Bobbi mun hafa borið óafturkræfan heilaskaða og komst aldrei til fullrar meðvitundar eftir slysið, þrátt fyrir að lífgunartilraunir hafi borið árangur. Læknar gerðu tilraun til að vekja Bobbi til meðvitundar í júní sl. en samhliða var stúlkan flutt til meðferðar á líknardeild en hún hlaut friðsælt andlátí faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi, þann 26 júlí.

Í opinberri yfirlýsingu frá fjölskyldu Bobbi kemur fram að ástvinir séu þakklátir öllum þeim sem báðu fyrir einkadóttur Whitney og óskuðu henni bata meðan hún háði dauðastríðið en minningarsíða Whitney Houston á Facebook birti meðal annars þessi hjartnæmu minningarorð stuttu eftir að ljóst var að Bobbi hafðí slitið jarðvistarböndin:

screenshot-sykur.kvennabladid.is 2015-07-27 02-00-57

Bobbi Kristina, sem gekk undir gælunafninu Krissy meðal vina og fjölskyldu, fæddist þann 4 mars 1993, eða átta mánuðum eftir að Whitney og Bobby Brown gengu í hjónaband. Bobbi Kristina var eina barn Whitneyar og næstyngst fimm barna Bobby, sem var orðinn þriggja barna faðir þegar hann gekk upp að altarinu með stórsöngkonunni sem andaðist fyrir fáeinum árum við sambærilegar aðstæður og einkadóttir hennar, í baðkari undir áhrifum kókaíns.

enhanced-16226-1435187306-6

Hjónaband Whitneyar og Bobby var stormasamt með eindæmum, en bæði glímdu við eiturlyfjafíkn og voru tíðir gestir á afeitrunarstöðvum, en Bobbi var meðal annars handtekinn fyrir heimilisofbeldi þegar Bobbi Kristina var aðeins 10 ára að aldri. Whitney sótti þó ekki um skilnað fyrr en að þremur árum liðnum, eða árið 2006 og hlaut fullt forræði yfir dóttur þeirra, án þess að þiggja meðlag af fyrrum eiginmanni sínum.

Einungis tveimur árum síðar var Bobbi Kristina lögð inn á spítala vegna áverka sem hún veitti sér sjálf en hún réðist gegn móður sinni með hnífi en snerist hugur og beitti eggvopninu gegn sjálfri sér og reyndi meðal annars að skera sig á púls.

enhanced-17044-1435264542-1

Þrátt fyrir að hafa aldrei komið opinberlega fram einsömul, var Bobbi Kristina alin upp í kastljósi fjölmiðla frá blautu barnsbeini og flutti þannig ballöðuna My Love Is Your Love með móður sinni einungis tveggja ára að aldri, en Whitney þáði Bandarísku Tónlistarverðlaunin við það tækifæri með einni hendi meðan hún hélt í hendi dóttur sinnar með hinni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!